Final Fantasy XII

Það eru líklega eitthverjir SPOILERar en flestir smávægilegir.

Eins og sum ykkar muna gerði ég langa og stranga grein um Kingdom Hearts II fyrir stuttu og nú ætla ég mér að endurtaka leikinn. Að þessu sinni verður málefnið Final Fantasy XII og ætla ég nú að fara nákvæmlega og ýtarlega í flest allt sem honum kemur við. Þetta er kanski ekki jafn nákvæmt og hjá Kingdom Hearts en þið hafið þrátt fyrir það engann rétt til að kvarta.
Executive Producer: Akitoshi Kawazu
Original Concept/Scenario/Plot/Supervisor: Yasumi Matsuno
Directors: Hiroyuki Ito, Hiroshi Minagawa Chief Programmer: Takashi Katano
Art Direction: Hideo Minaba, Isamu Kamikokuryou
Character Design: Akihiko Yoshida
Battle Design: Kazutoyo Maehiro
Event Direction: Jun Akiyama
Movie Director: Eiji Fujii
Supervisor: Taku Murata
Composer: Hitoshi Sakimoto & Nobuo Uematsu
Theme Song Composer + Producer : Nobuo Uematsu
Theme Song Vocalist: Angela Aki

Release Dates:
18. mars (Japan),
Fyrir Thanksgiving (USA),
Ekki vitað en tala hefur verið um Nóvember (ekki líklegt samt, Evrópa.)


Þetta er tólfti leikurinn í Final Fantasy seríunni sem ég ætlast til að þið vitið öll hver er.
Það kom út [slóð=http://media.ps2.ign.com/media/488/488222/img_3208538.html]demó af honum með Dragon Quest VIII.
Leikurinn gerist í veröldini Ivalice sem er einnig veröldin í snilldar leiknum Final Fantasy Tactics Advance fyrir GameBoy.

Hér er á ferðinni algert meistaraverk enda hefur leikurinn fengið topp dóma hjá flestum ef ekki öllum gagnrýnendum. 40/40 hjá Famitsu.
Leikurinn var fyrst tilkynndur árið 2001 og var áætlað að hann kæmi út 2004 á þeim tíma en eins og flest allt frá Square heppnaðist það ekki alveg.

Gameplay
Í fyrsta sinn í sögu FF leikjanna er nú hægt að labba um alstaðar á bardagavellinum.
Það eru engar bardaga”senur” skrímslin eru bara þarna og maður ræður hvort maður gerir árás á þau eða ekki.
Maður stjórnar karakterunum sem maður er ekki að stýra með gambit commandi. Þar getur maður ákveðið hvort party memberarnir stjórni sér sjálfir eða geri ákveðnar árásir.
Maður getur þó ekki gert endalausar árásir, maður þarf að bíða eftir að time-gaugið fyllist eins og alltaf.
Hljómar rosalega vel og hafa gagnrýnendur hrósað þessu nýja systemi.
[slóð=http://youtube.com/watch?v=B9hGxXPP2xY&search=final%20fantasy%20xii%20gameplay]Sýnishorn

License System
Hérna er glænýtt ability kerfi.
Þetta lýtur út eins og skákborð.
Karakterarnir manns fá license points fyrir hitt og þetta í leiknum og nota til að unlocka reiti á license borðinu sem kennir þeim ný abilitys.
Mjög líkt Sphere Grid-inu úr FF X.
[slóð=http://media.ps2.ign.com/media/488/488222/img_3466317.html]Mynd

Magic og summon
Magic-ið er óskup líkt og í fyrri leikjum fyrir utan eina mikilvæga breitingu sem mun væntanlega viðhaldast í síðari leikjum: Green Magic.
Green Magic eru galdrar eins og Protect og Berserk, galdrar sem breita status-num.
Einnig eru ýmsir nýjir galdrar eins og Esunaga (jamm það er sérstakt) sem eru fyrst að sjást núna.
Summon. Núna er eina leiðin til að læra nýja summona að finna þá, berjast við þá og sigra. Þegar maður hefur sigrað summon velur maður hver karakterana mans verður sá sem fær að nota þá. Já, núna geta ekki allir notað alla summon-ana eins og í öðrum FF leikjum sem hafa ekki ‘Summoners’.
Nokkrir af summon-unum eru:
Ultima, Hashmal, Belias, Mateus, Adrammelech, og Queklain.
[slóð=http://ff12.gamigo.de/bilder/summons/queklain1.jpg]Queklain
[slóð=http://www.gamebrink.com/forums/attachment.php?attachmentid=4&stc=1]Summon
[slóð=http://img13.paintedover.com/uploads/13/ult2.jpg]Ultima
[slóð=http://media.ps2.ign.com/media/488/488222/img_3208535.html]summon


Klassískir hlutir að snúa aftur
Það eru margir hlutir úr FF leikjunum sem munu sjást aftur í XII.
Limit Break: Að þessu sinni heitir það Mist Knacks, ég veit ekki mikið um það.
Chocobo: Auðvitað koma þeir aftur. Það mun vera eitthvað Chocobo Racing dæmi og það er barist á þeim í FMVum.
Airship: Airship eru auðvitað líka hérna og að þessu sinni verða þau í meira aðalhlutverki en áður skilst mér.
[slóð=http://media.ps2.ign.com/media/488/488222/img_2784449.html]Airship
[slóð=http://www.ff12-europe.com/Images/transport/chocobo1.jpg]Chocobo

Söluvarningur
Sjáið með eigin augum!
[slóð=http://youtube.com/watch?v=U2of98A86aI&search=final%20fantasy%20xii%20potion]Potion
[slóð=http://image1.play-asia.com/90/PA.21900.005.jpg]Mem-Kubbur!!!
[slóð=http://it.com.cn/f/games/061/6/0107ps02.jpg]Playstation

Tegundir
Það eru ýmsar margvíslegar tegundir sem ráfa um Ivalice.
Humes
Það erum við. Þarf eitthvað að útskýra þetta?
Moogles
Litlu hvítu kallarnir eru komnir aftur skemmtilegri en nokkru sinni fyrr.
Bangaa
Ný tegund í FF seríunni. Þetta eru eitthverskonar eðlukallar sem vilja samt alls ekki láta kalla sig eðlur.
Viera
Dökkar konur með kanínueyru. Góðar með bogann.
Seeq
Eitthvað svínafólk (veit ekki neitt um þetta.)
[slóð=http://media.ps2.ign.com/media/488/488222/img_3466529.html]Bangaa
[slóð=http://media.ps2.ign.com/media/488/488222/img_2784447.html]Moogle
[slóð=http://ps2media.gamespy.com/ps2/image/article/543/543903/final-fantasy-xii-20040902001628406.jpg]Viera
[slóð=http://www.rpgamer.com/games/ff/ff12/art/ff12021.jpg]Seeq

Saga
Dalmasca er aðalsögusviðið, ríki í Ivalice. Dalmasca er í stríði við ýmis nágrannalönd. Archadia tekst loks að sigra og ná yfirráðum í Dalmasca.
Vaan, aðalpersónan gerist meðlimur í andspyrnuhreyfingu sem berst gegn Archadiustjórninni.
Þeir gera árás á kastala Dalmasca þar sem Vaan hittir Ashe.
Ég veit ekki mikið meira um söguþráðinn (fyrir utan það í persónukaflanum) þar sem honum hefur aðalega verið haldið leyndum fyrir manni.

Persónur

Vaan
Aðalpersónan.
Forledrar hans voru drepnir í stríðinu og hann hefur þurft að búa sem þjófur alla tíð.
Hann dreymir um að verða sky-pirate og við skulum vona að það heppnist.
[slóð=http://www.legendra.com/art/wallpapers/final_fantasy_xii_wall_449.jpg]Mynd

Ashe
Prinsessan í Dalmasca og foringi í andspyrnu buissnessinum.
Pabbi hennar og átta bræður voru drepnir í innrásini frá Archadiu. Hún er að reyna að frelsa Dalmasca frá Archadiustjórninni.
Stuttu áður en leikurinn gerist (held ég) gifrtist hún Rasler nokkrum prinsi. Þegar stríðið stóð sem hæst var Rasler boðaður til orusstu þar sem hann var veginn með ör.
[slóð=http://media.ps2.ign.com/media/488/488222/img_2948780.html]Ashe&Rasler

Balthier
Sky-pirate. Hann reynir að halda sig utan stríðsins ásamt aðstoðarmanni sínum, Fran.
Hann kynnist Vaan þegar að Vaan pickpocketar hann einn daginn (held ég.)
Vopn hans er byssa (jei.)
[slóð=http://media.ps2.ign.com/media/488/488222/img_3466530.html]Mynd
[slóð=http://media.ps2.ign.com/media/488/488222/img_2784445.html]Mynd2

Basch
Uppáhalds persónan mín. Hann var kafteinn (segir maður það?) í Dalmasca hernum þegar stríði geysaði á. Hann komst að því að kóngurinn var svikari og var að hjálpa óvininum. Hálfbróðir hans drap síðan konunginn og bróður Vaans og “freimaði” Basch. Nú er hann álitinn svikari.
[slóð=http://www.gamesarefun.com/games/playstation2/ffxii/d/chara_basch.jpg]Mynd

Fran
Aðstoðarmaður Balthiers. Hún getur held ég notað flest öll vopn sem eru í leiknum. Minnir mann óhemju mikið á Kimahri úr FF X.
Er eina aðal-vieran.
[slóð=http://www.ff-12.com/kabegami/fran800_600.jpg]Mynd

Penelo
Besti vinur Vaans. Hún er einnig munaðarlaus en bjargar sér með bardagaíþróttum.
Minnir óhemju mikið á Rikku.
[slóð=http://media.ps2.ign.com/media/488/488222/img_2461444.html]Mynd

Vayne
Konungur Archadiu.
Ég vonaði að hann yrði party-member en það er MJÖG ólíklegt.
[slóð=http://img259.imageshack.us/img259/1816/scan26vt.jpg]Scan

Larsa
Yngri bróðir Vayne.
Ég vonaðist líka eftir því að hann væri playable, það er þó líklegra í hans tilfelli.

Judges

Já, the judges úr Tactics eru komnir aftur nú eru þeir fimm talsins.
Fyrir þá sem ekki vita hverjir the judges eru: Það eru járnklæddir kallar sem sjá um að lögum og reglum verði fylgt í bördögum.

Judge Master Gabranth - Aðal judge-inn.

Chis - Eitt af stöfrum hans er að fylgjast með Larsa.

Drace - Vinnur líka við að fylgjast með Larsa. Er eini kvenkyns judge-inn.

Zargabaath (skemmtilegt nafn) - Rosalega harður gaur sem svíkur ekki liðið.

Og síðast en ekki síst – Bergan

[slóð=http://www.square-haven.com/games/ps2/ffxii/index/ffxii-logo.jpg]Logo

Aukapersónur

Cid – Vinur Baschs. Hann vinnur sem vísindamaður fyrir Archadiu.

Nono – Hann vinnu á skipinu hjá Balthier. Sum ykkar ættu að þekkja hann úr FF Tactics Adv.

Montblanc – Aðalgaurinn í Centurio Clan-inu. Bróðir Nonos. Var party member í FF Tactics.

Ba’Gamnan – Stjórnandi Bangaa Clans sem er á höttunum eftir Balthier og Fran.

Reks – Bróðir Vaans. Fyrrum undirmaður Basch í stríðinu.

Rasler – Fyrrum eiginmaður Ashe sem dó í stríðinu.

Vossler – Hann var jafningi Basch í stríðinu en vinnur nú með Ashe í uppreinsagrúppuni.

Migelo – Gamall bangaa sem hefur annast munaðarleisingjana Vaan og Penelo frá æsku.

Malgaras – Kónungur óvinaríkis. Erkióvinur Vaynes.

Marquis Ondoll – Konungur Buhjerba, borgarinnar fljúandi.

Og þannig endar þessi grein um FF XII. Ekki næstum jafn löng og greinin um KH II en samt eitthvað. Eitthvað um 1200 orð.
Takk fyrir það.

P.s. vona að linkarnir hafi ekki mistekist hjá mér eins og svo oft áður.