Ég er að spila FFX í þriðja skiptið og er kominn á Sin, í rauninni er ég að gera allt dæmið sem hægt er að gera áður, eins og að ná í Celestial Weapon-in. Eftir að vera búinn að spila FFX fram og aftur á þessum kafla hef ég komist að þeirri niðurstöðu að sidequest-in eru ömuleg.

Thunder Plains
Ég fór á Thunder Plains til að dodge-a 200 eldingar og ná í Venus Sigil. Þetta hefur alltaf gengið vel hjá mér nema núna. Ég dodge-aði 190 eldingar og fór þá allt í einu inní annan heim og varð fyrir eldingu. Ef einhver hlær þegar hann les þetta stúta ég honum.
Þetta sidequest er asnalegt, tímafrekt, leiðilegt og ekki fyrir óþolinmóða einstaklinga eins og mig.

Bikanel Island-Cactuar Village
Ekki beint ömulegt en tímafrekt, asnalegt, leiðinlegt og þreytandi. Lagið í eyðimörkinni gerir ekkert betra heldur.

Butterfly Catching Game
Eitt af því leiðinlegasta. Ég var að brjálast á þessu fyrst þegar ég fór í þetta og geri það enn. Þetta er assnalegt sidequest, þreytandi, tímafrekt, leiðinlegt og allt það.

Omega Ruins-Kistur
Jeminn. Þetta toppar allt. Kisturnar í Omega Ruins. Maður á að opna kistur í Omega Ruins á ákveðinn hátt. Þessi ákveðni háttur tengist ,,tíma”. Ef þú opnar allar 12 kisturnar á réttan hátt, án þess að lenda í einu einasta trap-i, færðu öll item-in í boð, þ.á.m 99 Warp Spheres í síðustu kistunni. Þetta er bara bull. Það má ekki Save-a fyrir neina kistu. Þetta þýðir að maður þarf að reset-a ef maður klúðrar og þá fær maður að sjá Squaresoft á hvítum bakrunni 1000 sinnum bara til að fá hausverk. Og alveg eins og með sidequestið á Bikanel Island gerir lagið í Omega Ruins ekkert betra.

Þetta voru smá hugmyndir um það af hverju ég er að brjálast núna. Ég var að reyna þetta Omega Ruins kjaftæði og er að skrifa þetta núna með Omega Ruins lagið í bakrunninum. Oj bara sta. Á ég að klikkast!