Hallo allir, ég hef alldrei skrifað neitt á allri ævi minni, en datt í hug að láta rakka mig niður fyrir einhverja “grein” sem ég ætla að prófa skrifa.
ég er Final Fantasy fffan, og ég held að það sé eitt það skemmtilegasta sem ég geri. (spila ff) Ég hef verið það síðan ég keypti óvart final fantasy VII (7) í skífunni fyrir einhverjum árum. það gerðist þannig að ég sagði vini mínum að kaupa FF8 vegna þess að ég heirði einhverstaðar að hann væri góður. ok hann gerði það og í staðein átti ég að kaupa mér fyrri leikinn (FF7). Og svo fóru leikar. það tók mig nokkra mánuði til að komast inní leikinn(dont ask me why), fyrst þegar ég spilaði FF7 þá fannst mér þetta þvílíkt ömurlegt og rosalega lélega gert (og allt það) og skildi voðalega lítið í honum. Síðan liðu einhverjir mánuðir og ég prófaði hann aftur frá staðnum sem ég var kominn síðast, og svona gekk þetta. Þangað til að ég varð háður honum og gat ekki hætt.(þið ættuð að þekkja þetta =) annars, hins vegar vinur minn sem keypti sér FF8 spilaði hann í 15 mín og spilaði hann alldrei aftur, og meðfylgjandi því hefur hann alltaf rakkað mig niður fyrir að “spila þessa ömurlegu leiki” (eins og sagt öllum öðrum vinum okkar það sama svo þeir rakki mig niður fyrir það líka) spurning um hvort einhverjir aðrir lendi í þessu?? =) heh..annars aðal-hobbí-ið mitt eða það sem mér finnst eitt það skemmtilegast að gera er að spila Final Fantasy og ég get ekki beðið eftir að nýju leikirnir koma út. t.d. þegar ég var búinn að klára FF7 og FF8, beið ég og beið eftir að FF9 kæmi út, fylgdist á hverjum degi með stöðu mála á netinu. síðan kemur hann út loksins í Japan og kemur ekki fyrr en löngu seinna í Bandaríkjunum og svo loks í evrópu (sem mér finnst allveg ÓGEÐSLEGA pirrandi BTW) hins vegar gat ég ekki beðið þannig að ég pantaði FF9 á netinu frá The US og setti mod í PSX-inn minn. Ég man eftir deginum sem ég fékk leikinn, ég held að ég hef alldrei verið jafn spenntur fyrir neinu. Síðan var það FFX sem var kominn á PS2, það var rosalegt vegna þess að á sínum tíma var víst ekki búið að þróa mod í ps2 sem spilaði “imported games” þannig að maður gat ekki gert neitt annað en að bíða eftir að hann kæmi út í evrópu. (rosalegt!!).
Síðan er það núna, FFX-2 !! ég get ekki beðið eftir þessum leik, ég get ekki beðið þar til næsta sumars eftir að hann kemur út í evrópu…onei ekki ef hann kemur út í nóvember desember í Bandaríkjunum. Vandamálið er að PS2 tölvurnar eyga það til að eyðinleggjast þegar bræddar eru í þær mod Svo að ég lét vinkonu mína kaupa PS2 í Bandaríkjunum þannig að þegar hann kemur út, þá panta ég, mér hann bara á netinu og ræðst svo á hann strax!

Ég held sem sagt mjög mikið uppá þessa leiki og kanski allt of mikið (utellme), málið er að þessi leikjasería hefur þessa eyginleika að maður verður frekar háður henni og hefur allt of marga kosti, maður verður bara að fá að sjá hvað Square-Enix gera fyrir næsta og næsta Final Fantasy titil.
En svona leit leiðin hjá mér í gegnum Final Fantasy leikina, leiðin ykkar var mjög líklega einhvernvegin öðruvísi, kanski ekki. En kanski bara gott að hugsa það þannig að þið fenguð að sjá “the true beauty of FF” sem margir munu líklega alldrei fá að sjá….