1. Nafn á Huga.is:
Lilikoi

2. Aldur:
16 ára

3. Kyn:
Kvenkyns

4. Atvinna / Nám:
Grunnskólanemi og sé auk þess um barnastarf í kirkjunni.

5. Hvað varstu gamall/gömul þegar þú fórst fyrst til útlanda?
Ég fór til hollands þegar ég var um það bil þriggja mánaða.

6. Til hvaða landa hefurðu farið og hve oft?
Ég hef farið til Englands nokkrum sinnum, (á fjölskyldu þar) Spánar oftar en ég get talið, enda bjó ég þar einu sinni og fer við hvert tækifæri sem gefst, tvisvar eða þrisvar hef ég skroppið til Portúgal, einu sinni til Kanaríeyja, einu sinni til Frakklands (sem var besta ferðalag sem ég hef farið lengi), einu sinni til Hollands og einu sinni til Danmerkur.

7. Hvert er uppáhaldslandið þitt/borgin þín?
Uppáhalds borgin mín er Santiago de Compostela, þar sem ég bjó þegar ég var yngri.

8. Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
Sveitin þeirra ömmu og afa, miðbær Reykjavíkur á sólríkum laugardegi og Akureyri. Svo er svefnherbergið mitt alls ekki sem verst.

9. Ferðastu mikið innanlands?
Nokkuð en ekki nógu mikið finnst mér.

10. Segðu okkur smá frá þínu besta ferðalagi?
Þau eru svo mörg. Í augnablikinu stendur upp úr Frakklandsferðin mín, sem var tveggja vikna skiptinemaferð til Landes-héraðs í S-Frakklandi. Ég bjó hjá yndislegri fjölskyldu og má eiginlega segja að ég hafi eignast í stelpunni sem ég bjó hjá systurina sem ég aldrei átti. =)

11. En þitt versta ferðalag?
Ætli það sé ekki tjaldferð sem ég var dregin með nauðug viljug í fyrra á Snæfellsnesið. Ef mig langar ekki til að fara einhvert þá langar mig ekki!

12. Er einhver staður sem þú vilt mæla sérstaklega með?
Ég mæli að sjálfsögðu með Santiago, borginni minni. Hún er yndisleg og í mínum huga er ekkert sem jafnast á við að rölta um gamla bæinn í sólinni á fallegum degi.