Ég og vinur minn erum búnir að plana að fara í Þórsmörk í sumar í rúmt ár núna og þetta blessaða eldgos er ekki beint að hjálpa til. Hverjar teljið þið að séu líkurnar að við munum geta farið þangað? Einnig erum við að pæla í einhverjum öðrum stað ( ef að við komumst ekki í Þórsmörk) og var ég að velta því fyrir mér hvort að þið gætuð mælt með einhverjum skemmtilegum stað sem hefur tjaldstæði og fallegar gönguleiðir?