Ég er menntaskóla nemi og stefni á að taka mér eitt frí frá námi eftir stúdentspróf. Þá hafði ég hugsað mér að fara til annað hvort Spánar, Danmörkur, USA eða Þýskalands þ.e. eitthvað land með algengu tungumáli. Ég ætla nefnilega eftir það að fara í háskólanám á Íslandi og fara svo í frekara háskólanám í eitthvað af þessum ofangreindum löndum. En hvort er þá betra fyrir mig að gerast Au-pair eða fá hefðbundna vinnu og taka kvöldnámskeið í tungumálinu. Hvort nýtist mér eiginlega betur?