Heimsreisan mikla Mjög lengi hef ég verið á leiðinni í heimsreisuna miklu. Ég man eftir mér 12 ára að reikna út hversu mikið ég þyrfi að leggja til hliðar til að komast til Kína.
En aldrei hefur orðið neitt úr neinu. Ég skrölti að vísu sem skiptinemi til Kanada en það er ekki að ferðast heldur að skipta á einu setti af hversdagsleika fyrir annað.
Það hafa alltaf verið mismunandi ástæður sem hafa haldið aftur af mér. Skóli og vinna en aðallega blankheit. Nú er ég að nálgast þann aldur ískyggilega hratt þar sem maður fer að koma sér upp skuldbindingum. Kona, hús, bíll, krakki, piranah fiskur og ég er er farinn að örvænta um að nokkuð verði úr ferðinni. Ég er alvarlega að íhuga að slá þessu upp í kæruleysi. Fara af stað jafn blankur og ég er og reyna að hafa í mig og á með tilfallandi vinnu sem ég fyndi á leiðinni. Mig langar til að heyra hvort það sé einhver þarna úti sem hefur gert eitthvað svipað. Hvernig gekk? Hvað er algerlega lágmarks fjárhæðin sem maður ætti að hætta sér út með?
O.s.frv. Sæl að sinni. M.kane
Þetta er fríið þitt. Þegar þú deyrð þarftu að mæta í vinnuna aftur.