Heil og sæl, ég er starfsmaður Hótel Eddu á Húnavöllum og ég ætla að fjalla um ferðafólk sem kemur hingað.

Ég hef tekið eftir hvað erlendir ferðamenn eða ‘túristar’ réttara sagt eru ótrúlega ólíkir hver öðrum. Það eru til óteljandi týpur af ferðamönnum og og hvernig það hagar sér.

Þýskir ferðamenn eru yfirleitt kurteisir við fyrstu kynni og ánægðir með allt, en þegar líður á daginn þá fara þeir að vera ögn meira kröfuhart og setur út á allt það sem auga kemur á.
Danskir ferðamenn eru frekir alveg við fyrstu kynni og þegar þeir checka sig út. Þeir vilja hitt og þetta og það þá á stundinni, ofslega erfitt að vinna með svona fólk og það fer gjarnan í mínar fínustu ;)
Franskir ferðamenn eru englar, þeir eru kurteisir með allt og eru hin ljúfustu lömb. Ég elska að fá franskt fólk ;)
Kínverskir og Japanskir ferðamenn eru kurteisir en mar sér að þeir eru að reyna mikið á að vera kurteisir. Þeir vilja ekkert endilega vera kurteisir og stundum springa þeir og allt fer í bál og brand, getur ekki ímyndað þér hvað það er gaman að tala við bálreiðan kínverja ;)
Svo eru Norðmenn og Svíar nokkuð ágætir líka, voða lítið hægt að setja útá þá…
Bandaríkjamenn og Bretlandsmenn eru bestir, langbest að skilja þá og þeir eru kurteisir, góðir og sýna ávalt virðingu við starfsfólkið og það hrósar því líka ef það nær að leysa einhvern vanda :) sem er að sjálfsögðu ómetanlegt að fá.
Íslendingar…. tjah, þeir eru sjálfum sér verstir. Þeir koma seint og fara seint. Koma seint í kvöldmat, koma seint í morgunmat og eru bara seinir í allt !! Getur stundum verið mjög óþægjilegt og pirrandi, en annars eru þeir fínir inni við beinið ;)

Vil taka það fram að þetta eru ekki fordómar við annað fólk frá öðru landi, aðeins það sem ég hef kynnst í eigin persónu.

Kveðja,
Gulli - ctze
osomness