Að búa á Englandi Kæru lesendur!
Ég hef verið ákveðin í því frá 11 ára aldri að vera ekki hér á landi eftir að fjölbrautaskóla námi lyki og stefndi hugur minn þá mest til Englands (London nánar til tekið). Mig myndi langa að fara í skóla þar og svona en vantar ýmsar upplýsingar. Getið þið hjálpað mér?
Er dýrt að vera í skóla(háskóla) í Englandi (og þá meina ég miðað við hin löndin í kring).
Hvar er best að búa í London og er leiga dýr? (og aftur meina ég, miðað við hér á landi og lönd í kring).
Hvernig er að búa það? Hverjir eru kostir og gallar og þar eftir götunni.
Ég er búin að taka upp í 503 í ensku (í fjölbraut) og er að fara að taka meira. (maður lærir aldrei of mikið :D). Er eitthvað sem að ég þarf að vita um eitthvað? Bara endilega segið mér allt sem að getur komið mér að gagni :)Vil taka það fram að ég hef jú komið til London :)
Takk fyrir kærlega :)
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making