Mig langar að forvitnast hvort það séu einhverjir fleiri en sem telja sig hafa misst heyrn á allavega öðru eyranum sökum GSM símanotkun. Ég tók eftir því fyrir 2-3 árum að ég hafði misst ca 10-20% (gisk frá mér) heyrn á hægra eyranu og ég tengdi það fljótlega við GSM notkun mína sem er töluverð. Ég lendi oft í því að þurfa að skipta yfir á varaeyrað vegna þess að ég heyri svo illa í viðkomandi.

Mæli annars bara með að fólk lækki í símanum sínum og skammi fólk sem hér um bil öskrar í símann þegar maður er að tala við það.