Monkey Island o.fl. SCUMM í Symbian (o.fl.) símann þinn Já, þú last rétt! Það er hægt og það er búið að vera til lengi.
Þetta forrit heitir SCUMM og það keyrir nokkra svokallaða “point and click” ævintýraleiki sem margir kannast við sem hafa eitthvað verið í tölvum á tíunda áratugnum. Forritið hefur verið til í fjölda ára á Windows, Mac og Linux en, eins og með linux, þá er eins og það sé algjört möst að búa þetta til fyrir öll möguleg tæki og þess vegna má sjá SCUMM leikina á Nintendo DS, PSP og loksins symbian farsímum.

Leikirnir sem mögulegt er að spila í gegn um þetta eru allt of margir til að telja upp hérna en hér koma þessir þekktustu:
-Maniac Mansion
-Indiana Jones and the Last Crusade
-Loom
-The Secret of Monkey Island
-Monkey Island 2: LeChuck's Revenge
-The Curse of Monkey Island
-Indiana Jones and the Fate of Atlantis
-Day of the Tentacle
-Sam & Max Hit the Road

Enn sem komið er hef ég bara prófað The Secret of Monkey Island á símanum mínum og hann virkar 100% en ég er með Nokia 5230 symbian síma. Ég er með nokkra fleiri sem ég á eftir að prufukeyra og get póstað niðurstöðunum hér. Suma leikina er ekki hægt að spila á flestum farsímum vegna minnisskorts eða vegna lágrar upplausnar.

Þetta sem kemur hér fyrir neðan er kannski svolítið flókin lesning svona á einu bretti en ef þú gerir þetta á meðan þú lest og tekur eitt og eitt skref í einu þá er þetta ekkert mál! :)

Til að sækja SCUMM forritið þarf að fara á eftirfarandi slóð:
http://www.scummvm.org/downloads/

Þarna sést listi yfir allar þær útgáfur sem til eru og við farsímanördarnir erum væntanlega að leita að Symbian útgáfunni (eða Motorolla eða iPhone eða hvers lags síma sem við á).

Þegar maður hefur sótt forritið þarf að senda og keyra .SIS skránna á símanum til að setja SCUMM forritið upp á símanum.

Svo þarf að verða sér út um leikina, en þeir eru flestir það gamlir að þeir flokkast undir “Abandonware” og þá er hægt að sækja þá frítt á netinu ef þið eigið þá ekki fyrir. Ég ætla að línka á fyrsta Monkey Island leikinn og leiðbeina í gegn um uppsetninguna á honum, þið reddið ykkur svo sjálf út frá því með hina sem ykkur langar í. Hægt er að sækja The Secret of Monkey Island á eftirfarandi slóð: http://www.abandonline.com/gameinfo.php?id=135

Sækið leikinn og unzippið og svo verðið þið að nota forrit sem getur opnað ace skrár (Svipaðar og .zip) til að gera hann klárann til flutnings yfir á símann.
Þegar þið eruð búin að unace-a skrárnar fáið þið möppu sem þið svo færið yfir á símann ykkar (stundum inniheldur hún möppu sem inniheldur möpppu sem inniheldur möppu sem loks inniheldur leikjaskrárnar - þegar þetta er þannig þá er best að færa möppuna sem inniheldur leikjaskrárnar yfir á símann).

Þegar mappan með monkey Island er komin á símann skulið þið fara í símann og opna SCUMM forritið. Sem stendur er galli í því sem tengist snúningnum á símanum, forritið snýr sem sagt alltaf vitlaust miðað við hvernig þú snýrð símanum (alla vega á mínum Nokia 5230). Til að laga þetta skal smella á tóma ferhyrninginn neðst í hægra horninu til að fá upp lyklaborðið og ýta á:
CTRL 2 CTRL
Það ætti að rétta forritið af.
Þegar þessu er lokið skal velja “ADD GAME” og finna möppuna sem inniheldur leikinn á símanum þínum og velja Choose.

Þá er leikurinn kominn inn á SCUMM forritið og ætti alltaf að birtast á listanum þegar þú kveikir á forritinu og til að spila leikinn þá er nóg að tvísmella á hann á listanum.

VOILAH!!

Smá svona good to know stuff (staðsetningar miðast við að símanum sé haldið lárétt (landscape):

-Til að Seiva, lóda og/eða hætta skal smella á “CUR” táknið (kemur þegar þrýst er á tóma ferhyrninginn neðst í hægra horninu) og velja svo “0”.
-Til að fela stóra lyklaborið sem birtist þegar smelt er á “CUR” þá skal smella á “MIN” (neðst í miðjunni)
-Til að skippa löngum senum í leikjum sem þú nennir ekki að horfa á smelltu á “ESC” (rétt ofan við miðju á litla lyklaborðinu)
Til að skipta á milli hægri, miðju og vinstri músarsmella skaltu smella á “*_” táknið. Táknin þýða eftirfarandi:
*- þýðir að þú sért núna að smella með vinstri músarhnappi
-* þýðir að þú sért núna að smella með hægri músarhnappi
– þýðir að þú sért núna að smella með miðjuhnappinum

-Til að fela litla lyklaborið (fá aftur litla, glæra ferhyrninginn í hornið) þá skal smella á “<o>” táknið neðst.

Monkey Island leikirnir eru auðveldir í spilun fyndnir og skemmtilegir. Æði að geta gripið í einn svona þegar maður er að bíða eftir strætó eða er mættur í próf sem maður las ekki fyrir. Góða skemmtun! ;)