Nokia 5110 Nokia 5110 er lang endingarbesti Nokia síminn, ég hafði heyrt þetta áður en núna er ég sko endanlega sannfærðu um það. Fyrir þremur árum keypti ég mér Nokia 5110 og átti hann í tvö ár og keypti mér síðan Nokia 3210 útaf því að mér fannst hann vera miklu flottari auk þess sem hann gat tekið við myndum og fleiri smsum og soleiðis. En viti menn, hann dó eftir eitt ár og það borgaði sig ekki að gera við hann ( þvílíkt drasl ) en Nokia 5110 gamli síminn minn lifir ennþá góðu lífi og það eina sem er farið að slappast smá er batteríið, enda finnst mér það nú ekkert skrítið eftir þriggja ára notkun. Ég vildi bara að ég ætti ennþá fína gamla Nokia 5110 símann minn en ég er núna með Nokia 3310 og batteríið í honum klárast á hverjum degi, næst fæ ég mér sko aftur Nokia 5110 þeir klikka ekki !!!