Þar sem alveg ótrúlega margir 7110 notendur virðast eiga í vandræðum með að símarnir þeirra séu að frjósa þá bara varð ég að skrifa þetta.
7110 er ekki að frjósa út af gölluðum vélbúnaði eða lélegum örgjörva. Ástæðan er einfaldlega sú að firmware-ið er gallað og óklárað. Ég á 7110 og í fyrstu var hann stöðugt að frjósa (reyndar líka 5110-inn sem ég átti þar á undan) en núna er hann steinhættur að frjósa vegna þess að ég fór uppí hátækni (umboðsaðila NOKIA á íslandi) og lét uppfæra firmware-ið. Þið getið séð firmware útgáfunúmerið með því að ýta á *#0000# . Ef þið eruð með minna en V 5.00 09-11-00 NSE-5 þá þurfið þið að láta uppfæra. Að uppfæra kostar ekkert og hátækni er skilt að gera það án þess að maður borgi nokkuð fyrir það. Eini ókosturinn er að öll gögn sem geymd eru í símanum þurrkast út en það er allt í lagi því að síminn save-ar númerin hvort eð er alltaf á kortið og það þurrkast EKKERT af kortinu.
Þegar það er búið að uppfæra símann þá hættir hann ALVEG að frjósa og gengur miklu hraðar td. þegar maður er að scrolla í gegnum símaskránna.
Rx7