Ég keypti mér nýjan Ericsson t28s síma hjá Tal í fyrrasumar og mig langaði bara að segja ykkur hvað þessi sími er mikið RUSL! Fyrst gerðist það að lokið á símanum virkaði ekki þannig að það er ekki hægt að loka því og ekki er hægt að taka það af, því microphoneinn er inní því. Svo brotnaði skjárinn og núna heyrist ekki í manni=Hljóðneminn ónýtur, bilaður. Svo á síminn að vera í eins árs ábyrgð þannig að ég fer með nótuna og símann uppí Tal þar sem ég keypti símann og bið þá um að kíkja á þetta, en þá er síminn ekki ábyrgur fyrir höggskemmdum og þá segjast þeir ekki vilja láta gera við þetta og halda að þeir geti dæmt um það að hljóðneminn virkar ekki, sé höggskemmd útaf brotnum skjá og biluðu loki. Helv***s fíflin!