Eragon - Trivia 2 - Spoilers Jæja fyrir rúmlega einu ári bjó ég til Eragon – Trivia 1. Núna leiðist mér óskaplega í Jólafríinu svo ég kem hérna með Eragon – Trivia 2. Seinasti skiladagur á Triviuni er 27 Desember árið 2008, og það skal senda mér hana í PM. Bannað er að svara spurningum, gefa vísbendingar eða senda inn linka sem geta gefið vísbendingar um svörin, í venjulegu áliti/svari hér á huga.

Hart skal tekið fram að spurningarnar eru án efa spoilerar í fyrstu og annari bókini en ég reyni eins og hægt er að spoila þriðju bókini sem minnst ( en það er ekki alveg óhjákvæmilegt ) en þeir sem hafa lesið allar bækurnar munu án efa koma best útúr triviunni.

Trivian er samtals 12 spurningar.
Hámarks stigagjöf er 12 stig.


Spurningarnar:

Spurning 1 – Hver kenndi Murtagh að berjast? – 1 stig
Spurning 2 – Hver er Ajihad? – 1 stig
Spurning 3 – Hverjir voru foreldrar Murtaghs? – 1 Stig
Spurning 4 – Hvað er „Domina abr Wyrda“ eða „ Vald Örlagana“ ? – 1 stig
Spurning 5 – Hver var Svarta Höndin? – 1 stig
Spurning 6 – Hver er Nasuada og hvaða stóra þátt á hún í bókunum um Eragon? – 1 stig
Spurning 7 – Hver er Varaug? – 1 stig
Spurning 8 – Hver tekur við sem Konungur dverga eftir fráfall Hróðgeirs Konungs? – 1 stig
Spurning 9 – Hvaða álfur bjó til sverð drekariddarana? – 1 stig
Spurning 10 – Hver eru Alanna og Dusan? – 1 stig
Spurning 11 – Hvaða refsingu fær Roran fyrir að óhlýðnast fyrirmælum Eiðríks? – 1 stig
Spurning 12 – Hver er Orrin og hvaða þátt á hann í bókunum um Eragon? – 1 stig

Ef ykkur finnst spurningarnar of erfiðar/of léttar þá endilega kommenta svo það sé hægt að gera þær skemmtilegri fyrir komandi Triviur.

Ég tek það fram að stigin úr þessari Triviu munu ekki reiknast saman við Eragon - Trivia 1.

Seinasti skiladagur með svörum er fyrir miðnæti 27 Desember!