Ég byrjaði á þessari grein í byrjun júlí en hef ekki haf tíma til að klára hana fyrr en nú :)
Ég gekk inn í bókabúð í Þýskalandi um daginn því ég var orðinn uppiskroppa með lesefni og vegna veðurs var fátt annað hægt að gera en að sitja inni og lesa. Ég hljóp niður í litla bókabúð sem var staðsett aðeins neðar í götunni og renndi lauslega yfir þá titla sem voru í boði í ensku deildinni. Þar sá ég fátt sem ég hafði ekki lesið áður eða þótti spennandi svo ég var farin að spá í að hætta að leita og fara bara í aðra bókabúð þegar ég loksins sá titil sem heillaði mig strax: The Alchemist; The secrets of the Immortal Nicholas Flamel.
Ég greip hana úr hillunni og skoðaði hana vel og vandlega og ákvað eftir að hafa lesið aftan á bókina að þetta væri eflaust bók fyrir mig svo ég keypti hana og dreif mig heim til að byrja að lesa.
Aftan á bókinn stendur:
The truth: Nicholas Flamel was born in Paris on 28 September 1330.
Nearly seven hundred years later, he is acknowledged as the greatest Alchemyst of his day. It is said that he discovered the secret of eternal life.
The records show that he died in 1418. But his tomb is empty.
The legend: Nicholas Flamel lives. But only because he has benn making the elxir of life for centuries. The secret of eternal life is hidden within the powerful book he protects - the Book of Abraham the Mage.
In the wrong hands, it will destroy the world.
That's exactly what Dr. John Dee plans to do when he steals it.
Humankind won''t know what's happening until it's too late. And if the prophecy is right, Sophie and Josh Newman are the only ones with the power to save the world as we know it
Sometimes legends are true.
And Sophie and Josh Newman are about to find themselves in the middle of the greatest legend of all time.
Mér leist ekkert voðalega vel á söguþráðinn í byrjun og fannst hann gerast of hratt en þegar ég var kominn á fjórða kafla límdist ég við bókin og gat varla lagt hana frá mér fyrr en ég var búinn með hana.
The Alchemist; The secrets of the Immortal Nicholas Flamel er eftir Írska rithöfundinn Michael Scott og bókin var gefin út árið 2007.
Hún fjallar um tvíbura systkinin Sophie og Josh Newman sem ákveða að eyða sumarfríinu sínu í San Francisco á meðan foreldrar þeirra vinna að fornleifauppgreftri í Utah. Josh fær vinnu hjá Nick Fleming, sérvitrum fornbókasala og systir hans fær vinnu á kaffihúsi beint á móti bókabúðinni.
Einn morguninn keyrir svört limmósína upp að bókabúðinni og Dr. John Dee stígur út og gengur inn í bókabúðina. Þennan morgunn breyttist tilvera Josh og Sophie og þau voru dreginn inn í heim galdra og goðsagna, heim þar sem þau geta ekki treysta neinum.
Nicholas Flamel og konan hans Perenelle eru gæslumenn “Bókar Abraham töframanns”, einnig nefnt “Codexið”, sem geymir leyndadóma viskusteinsins og elexír eilífslífs en í röngum höndum getur það gjöreytt heiminum eins og við þekkjum hann.
Nicholas og Paranelle hafa verið á flótta undan Dr. John Dee í tæp 500 ár því hann vill ná Codexinu og færa það “Meisturum” sínum.
Þennan morgun í San Francisco náði Dee loksins Codexinu eftir bardaga við Nicholas þar sem tvíburarnir skökkuðu leikinn og Josh náði að rífa nokkrar blaðsíður úr Codexinu en John Dee komst samt undan með Codexið og Peranelle.
Nicholas veit að Dee á eftir að koma aftur til að ná í síðurnar sem Josh reif úr Codexinu og til að drepa tvíburna svo Nicholas ákveður að flýja með þau út úr San Francisco.
Nicholas grunar að Sophie og Josh séu tvíburarnir sem talað er um í spádómum í Codexinu og að þau hafi kraftana til annaðhvort bjarga heiminum eða eyða honum en útsendarar Dee eru strax komnir á hæla þeirra svo Nicholas fær Scathach, einning þekt sem “the Shadow”, til að hjálpa þeim að komast undan útsendurum Dee.
Scathach hefur þjálfað hverja einustu goðsagnahetju og stríðsmann síðustu tvöþúsund ár og í goðsögnum er hún kölluð: the Warrior Maid, the Shadow, the Deamon Slayer, the King Maker en hún vill samt bara láta kalla sig Scatty.
Hún er af “The Elder race” en Meistarar Dee eru líka ef “eldri kystofninum” og þeir eru kallaðir “The Dark Elders” því þeir vilja nota Codexið til að útrýma siðmenningu mannkynsins og taka aftur yfir jörðina.
Löngu áður en mennirnir þróuðust út frá öpum réði Eldri kynstofninn yfir jörðinni og eftir að mannkynið kom til sögunnar létu sumir meðlimir Eldri kynstofnsins dýrka sig sem guði á meðan aðrið reyndu að hjálpa mönnunum. Egypsku guðirnir og Óðinn í norrænni goðafræði eru m.a. af Eldri kynstofninum. Eftir að járnið var fundið upp minnkuðu tök Eldri kynstofnsins á mannkyninu því járn veikir galdrana þeirra svo flestir af Eldri kynstofnum yfirgáfu mannheima til að búa í svokölluðum “Shadowrealm” sem eru nokkurskonar heimur eða veröld sem þau skapa og stjórna, t.d. er Ásgarður Shadowrealmið hans Óðins.
Josh og Sophie keyra burt frá San Fransisco undir leiðsögn Nicholas en þrátt fyrir að vera mörg hundruð ára hafa hvorki Satcha né Nicholas haft fyrir því að læra á bíl. Þau komast í skjól hjá Heakate, gyðjunni með þrjú andlit en einn aðgangurinn að Shadowrealminu hennar er staðsettur fyrir utan San Fransisco.
Dee kemst að því hvar þau eru og hann fær Kráku gyðjuna Morrigan og Bastet, egypska kattarkyðju til að gera áras á Shadowrelamið hennar Heakate til að ná tvíburunum og blaðsíðunum úr Codexinu og eftir það verður bókin virkilega spennandi en ég ætla ekki að segja meira um það :)
Bókin var mjög vel skrifuð og kaflaskiptingin mynnti mig svolítið á The Da Vinci Code því við fylgjumst með tveim sögum sem gerast á saman tíma, annarsvegar fylgjumst við með John Dee og Peranelle Flamel eftir að Dee rænir henni og hinsvegar Nicholas Flamel, Satcha og tvíburunum.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki heyrt um Michael Scott áður en ég er viss um að ég á eftir að reyna að finna eitthvað meira eftir hann því eftir að hafa lesið um hann á Wikipedia skilst mér að hann sé ágætis höfundur og bækurnar hans virðast nokkuð spennandi. Ég komst líka að því að The Alchemist er fyrsta bókin í sex bóka bókaflokki og næst bók heitir The Magician. Ætli þessar bækur eigi eftir að fylla upp í plássið sem Harry Potter skilur eftir sig? Það er alveg hægt að láta reyna á það og ég mæli hiklaust með þessari bók síðan skilst mér á imdb að Mark Burnett sé að fera að framleiða mynd eftir bókinni.
Opinber síða bókarinnar: http://www.randomhouse.com/teens/alchemyst/
—-
Heimiledir:
The Alchemist; The secrets of the Immortal Nicholas Flamel.
http://en.wikipeida.org