Mig langaði að skrifa hér á korkinn vegna þess að margir eru farnir að tala um svartagaldur. Í raun er ekkert til sem heitir það, heldur eru allir galdrar undir sama hatti, en tilgangurinn misgóður. Svartigaldur er orð sem kirkjan fann upp til að skilgreina þá sem voru forspáir (hvíti galdur) og þeir sem iðkuðu galdur. Orðið svartigaldur þýðir í raun ekki að þetta sé flokkur slæmra galdra, heldur setti kirkjan þetta upp til að verja sína menn. Galdrar sem flokkast undir svartagaldur eru skilgreindir sem allir galdrar sem hafa áhrif á einstakling og með því breytir framtíðinni. Allir galdrar, sama hvaða, breyta í raun framtíðinni, því þegar þú færð upplýsingar og vitneskju þá breytir þú framtíðinni.