Vitið þið hvað það táknar ef einhver er að elta mann í draumi? Ég lendi rosalega oft í því að einhver er að elta mig, og ég er yfirleitt mjög hrædd, og svo enda ég með að hlaupa alla nóttina (að mér finnst…).
Úff, ég fæ oft svona drauma. Ferlega óþægilegir draumar. Get þó því miður ekki sagt þér hvað þeir þíða. Vonandi er einhver þarna úti sem veit það, því mig langar rosalega að vita hvað þetta táknar. mks
Það er svo misjafnt hvað draumar þýða fyrir hvern og einn. Besta ráðið er að skrifa niður hjá sér draumana og halda dagbók. Þá getur maður yfirleitt fundið út hvað þessi draumatákn sem manni dreymir svo oft þýða og fyrir hverju þau eru.
getur verið að þú hafir vandamál sem þú ert að reyna að forðast að takast á við? Þegar ég er á flótta í draumum get ég yfirleitt tengt það við einhverskonar sjálfsflótta eða kjarkleysi í daglega lífinu. svo skiptir líka máli að vita hver sé að elta mann, það gefur besta svarið :)
Ég var að hlusta upplestur úr bók eftir Carl Jung á Yahoo.com en hann stúderaði drauma og merkingu þeirra um 1920 (að mig minnir). Hann vildi halda því fram að svona draumar væru ábending undirmeðvindunarinnar að þú værir ekki að takast á við eitthvað í lífi þínu!? Sel það ekki fyrir meira en ég verslaði það :-) Ég mæli þó með að þið skoðið þessar hljóðbækur á Yahoo. Hér er linkurinn: http://www.broadcast.com/audiobooks/ Kveðja, Ingi
Að einvher skuli elta þig í draumi og að þú hlaupir undan manneskjunni getur valla táknað neitt annað en að það sé einhver sem er á eftir þér en þú vilt ekkert með þessa manneskju hafa. Svo getur þetta líka táknað að þú sért að flýja undan einhverju sem verður ekki flúið og þú verðir að leysa það strax, annars fæst ekki ró á sálina……..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..