Komiði sæl.
Ég sit inni herbergi klukkan er að skríða í 7 og ég var að rifja upp atvik sem skeði fyrir all nokkrum árum síðan þegar ég var einn heima.Minningarnar komu þegar ég var að ná mér í að drekka inní eldhúsi og fann að það væri einhver þarna að horfa á mig,það kemur oftast svakaleg gæsahúð þegar þetta kemur enn ekki oft.Fyrsta skiptið var það minnistæðasta.
Við áttum heima í 2 hæða húsi þá og var um 270 fermetrar ef ég man rétt,ég var einn heima og var 14 ára gamall.
Ég var í baði og einn heima,Mamma var í utanlandarferð og eldri bræður mínir á akureyri.Systir mín var hjá frænku minni og ég bauðst til að sjá um hundinn í nokkra daga sem var bara gaman.
Ég skildi hurðina með smá rifu til að heyra í símanum og dyrabjöllunni,ligg í baðinu með augun aftur og er að spá í hinu og aðallega þessu,þegar Gæsahúðin kemur og ég finn að það er horft á mig,ég hef augun lokuð áfram og gæsahúðin fer ekkert eins og hún gerir oftast þegar maður fær gæsahúð.Ég ákveð að opna augun og athuga hvort innsæið sé rétt og mér dauðbrá þegar ég sé litla stelpu horfa á mig á miðju baðherbergisgólfinu.Hún var um 4 ára með ljóst hrokkið hár og blá augu,hún stóð þarna með ásökunarsvip og virtist reið,ég lokaði aftur augunum snögglega og fór í kaf.
Þegar ég kem aftur uppúr er hún enn horfandi á mig.Ég kalla á Brúno(hundinn) og þá fór hún en svipurinn af henni hvarf aldrei.Eftir að mamma kom heim spurði ég hana útí fyrri eigendur hússins og húsið var byggt 76 og ekkert barn bjó hjá fólkinu sem var á undan,ég lýsti stelpunni fyrir mömmu og sagði henni frá þessu og henni virtist bregða pínu þegar ég minntist á ljósa hárið.þá sýndi hún mér mynd af lítilli stelpu,það var svart hvít mynd en hárið og andlitið var það sama.þetta var stelpan sem ég sá.Mamma sagði mér að þetta væri stelpa sem systir hennar hafi eignast en hún hafði látist vegna hjartagalla þegar hún var 3 ára……..