Faðir vor,
Þú sem ert á himni,
Helgist þitt nafn,
Tilkomi þitt ríki,
Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.

Lítum aðeins á það sem er að gerast í heiminum í dag:
-Hungur
-Kúgun
-Hryðjuverk
-Stríð
-Morð
-Ofbeldi
-Eiturlyf
-Svik
-Lygar
-Þjófnaður

Svona mætti lengi telja upp allt það slæma í heiminum í dag.
Málið er að kristið fólk trúir á Guð almáttugann, hvað er að vera almáttugur?
Að hafa mátt yfir öllu, ekki satt?
Lítum aðeins á Ísland; Eiturlyf, ofbeldi, morð, og margt annað ógeðslegt.
Lítum út fyrir Ísland, lítið á listann hér ofar.
Þetta gerist allt saman erlendis og margt á Íslandi líka.
Er guð almáttugur ekki geðveikur, ef hann stöðvar þetta ógeð ekki?
“Nei, við eigum bara að taka afleiðingum gjörða okkar sjálf, Guð gaf okkur þetta frelsi undan honum. En Jesús og Guð elska þig.” Þetta heyrir ég þegar ég spyr kristið fólk, eða fólk sem trúir á Guð almáttugann.
Jæja, ok, tökum dæmi:
Þú átt þúsund börn, þau eru komin yfir 18 ára aldur, öll orðin sjálfráða.
Ø 120 eru í stríði
Ø 2 labba um og sprengja sig í loft upp.
Ø 14 labba um og skjóta systkini sín.
Ø 200 leggja önnur í einelti eða horfa upp á einelti en gera ekkert.
Ø 300 svelta
Ø 175 stela
Ø 150 eru háð vímuefnum
Ø og 39 lifa algjörlega í sátt og samyldi.
Ég veit að þetta eru ekki rétt hlutföll en gróflega tekið….
Þessi börn þín, eins og áður kemur fram, eru sjálfráða, svo þú skiptir þér ekkert af þeim, en hefur samt mátt til að breyta þessu.
Fólk var hér áður tekið upp í lögreglubíl og talið vera geðveikt ef að það sást labba í vegarkannti berfætt (Englar alheimsins), hversu geðveikur ertu þá, ef að þú stöðvar ekki þann viðbjóð sem ríkir í heiminum í dag?
Mín niðurstaða er sú að ef guð er til þá er hann kolklikkaður geðsjúklingur, ég held að allir ættu að spyrja sig að þessu.