Núna hef ég nokkrum sinnum við að ræða við fólk hér á /dulspeki og einhverjir þeirra, þegar umræðan nálgast upphaf alheims, sem virðast halda að Miklihvellur sé bara einn möguleiki af mörgum. Líkt og það sé svar vísindamanna bara til þess að hafa eitthvað annað en guð. Eins og það sé í raun fullt af öðrum kenningum til um uppruna alheims.

Oftar en ekki er þetta sama fólk og heldur að eitthvað sé “bara kenning”.

Eftir að hafa komið með þetta slappa intro ætla ég að koma mér að megin efninu.

Kenningin um Miklahvell er ekki samsæri hjá vísindamönnum til þess að skáka guði. Miklahvellstilgátan átti meira að segja mjög erfitt uppdráttar fyrst um sinn og alls ekki allir sem samþykktu hana.

en á síðustu öld og með aukinni þekkingu á stjörnufræði og heimsfræði, er niðurstaðan sú að Miklahvellskenningin er eina kenningin sem til er sem lýsir því sem við verðum vitni að í heiminum.
Það er eina kenningin sem passar við heiminn eins og hann kemur okkur fyrir sjónir og hún útskýrir fullkomlega allt sem hefur gerst í alheiminum síðan nokkrum brotum úr nanósekúntum eftir Miklahvell.

Það er ekki það að vísindamönnum og trúleysingjum finnist þetta svona töff hugmynd, raunin er að þetta er það eina sem tilgátan sem passar við heiminn.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig