Hmm… Ég hef heyrt marga rífast yfir því öllu hvort Jesú hafi verið sonur Guðs eða einfaldlega bara ótrúlega víðsínn og réttlátur maður.
Ja, til að byrja með hafa kirkjunar menn víst hamrað á því að þetta séu allt auðvirðilegar ligar en einhver sagði mér að þeir vellti því einnig fyrir sér með hrillingi um hvað ef það væri nú satt?
Persónulega sé ég engann veginn hvað ætti að vera svona hræðilegt við að ef Jesú hafi verið ástfanginn af Maríu Magdalenu, því, hvað er betra en að elska?
Og segjum svo að Jesú hafi verið sonur Guðs og þar af leiðandi guð sjálfur væri það þá eitthvað verra ef hann ætti kannski afkomendur sem væru þessvegna á meðal okkar. Ég meina, átti Guð sjálfur ekki son?

——
Segjum svo að tré falli í skógi, þá færðu þrjár sögur. Þína, mína og trésins.