Ég hef síðan ég var svona 7 ára dreymt með reglulegu millibili að einhver nákominn mér deyi. Það hefur sem betur fer aldrei gerst, nema þegar afi minn dó þegar ég var 8 ára en þá var ég einmitt búin að vera dreyma nokkuð oft að hann hafi dáið. Eins hefur það oft gerst að manneskjan hefur meitt sig eða lent upp á spítala svona 1-2 vikum eftir draumana.
Mig dreymdi t.d. fyrir um ári að amma mín hafi dáið og ég fór í jarðaförina og allt. Vaknaði og fann að koddinn var rennandi blautur. Seinna um daginn sagði pabbi mér að hún hefði farið upp á spítala… en bara út af sýkingu í auga.

Er þetta einhver tilviljun eða er þetta að segja mér eitthvað? Ég hef aldrei beint pælt í því.

Uppá síðkastið hefur mig líka oft dreymt að missa kærastann minn. Ekkert endilega að hann deyi heldur að hann breytist og hættir að vera hann og hættir með mér. Hljómar mjög kjánalegt og ég veit að það gerist ekkert en það gerir mig samt eitthvað svo óstyrka stundum. Stundum er það að hann vill frekar vera með annarri stelpu en mér, stundum að hann þarf að flytja til útlanda, stundum að ég sé of leiðinleg… en ég veit að honum finnst það ekki og ég treysti honum alveg.
Er ég bara svona óörugg?

Kv. Brighton
-Tinna