í sumar kom nokkuð skrítið fyrir mig. Ég hef lítið talað um þetta og ég held að nú sé kominn tími til að fara að tjá sig um þetta.
Ég var semsagt að koma heim frá danmörku og fluginu hafði seinkað og ég varð að bíða á flugvellinum í 12 klst. vegna óveðurs. Þetta gerðist einhvern tímann að nóttu til og hafði ég vakað frá því um 10 um morguninn. Ég fann ekki til þreytu, en gæti samt verið að eg hafi bara ekki verið með rettu ráði.
Öll herbergin voru upptekin á flugvellinum (litlar káetur eða þannig), svo ég svaf ekkert þessa nótt. Ég ákvað að labba um flugvöllinn og svona mér til afþreyingar , allt var lokað. Allt í einu sé ég hvar lítil stúlka stendur á móti mér. Ég brosi til hennar og spyr hana hvar mamma hennar sé, enda ekki venjulegt að litlir krakkar séu að ráfa um svona stórt svæði foreldralaus. Hún sagði ekkert þannig að ég hélt hún væri bara svona feimin, af eigin reynslu heh. Við byrjuðum þá að ráfa um flugvöllinn í von um að finna foreldrana hennar. Ég tók eftir því að hún var náföl og forðaðist allar snertingar við mig. Þegar við höfðum gengið um í dagóðastund kom upp að mér öryggisvörður og spurði hvort það væri ekki allt með felldu. Jújú svaraði ég og spurði hann hvort foreldrar stúlkunnar væru nokkuð búnir að spurja eftir henni. Öryggisvörðurinn horfði mjöööög asnalega á mig og sagði svo: ,,hvaða stelpu"? Mér varð svo bilt við að ég þorði ekki annað en að elta öryggisvörðin (ég er svo rosalega viðkvæm fyrir þessu) og síðan þetta gerðist hef ég ekki getað sofnað með slökkt ljósin :S