Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja en já gæti einhver hjálpað mér við að þýða þennan draum því að ég er alveg viss um að hann þýðir einhvað!

oki ég er heima hjá kærastanum mínum og hann á sko heima á sveitabæ og svo vinkona mín á sveitabæ fyrir neðan og ég er úti að labba með þessari vinkonu minni og þar sem fjárhúsin eru er allt í einu stór sundlaug samt ekki beint sundlaug alls ekki því að inni í henni eru fiskabúr og fullt af fiskum,litlum og stórum,svo er svona vatn þarna inni eða eiginlega sjór og sko ekkert búr yfir því og fiskar bara syndandi þarna um og þarna er einn stór og mjög hættulegur fiskur og hann er ekki í búri….húsið er þannig aðþetta er eins og þegar maður er að fara eins og í kókakólaverksmiðjuna,maður labbar á svona gangi mjóum soldið hátt uppi svo fiskarnir bíti mann ekki og nái manni ekki og þetta er sko svo maður geti skoðað þá… og ég og vinkona mín ásamt fullt af öðru fólki erum þarna inni að skoða og allt í einu kemur einhver kafli þar sem við þurfum að sveifla okkur á kaðli yfir sjóinn frá einum ganginum yfir á annan og við komust yfir og ekkert mál en allt í einu fer einhver strákur yfir og hættulegi fiskurinn kemur og bítur hann og étur hann og þá allt í einu byrja allir fiskarnir að verða geðveikir og byrja að bíta fólk og vatnið byrjar að hækka smám sman upp og ég og vinkona mín hlaupum eftir ganginum,sjáum brotin glugga og einhverja stráka fyrir neðan hann liggjandi því að þeir höfðu stokkið og það er rosa langt niður og við ákveðum að stökkva og þetta er sko frekar langt og gangstétt fyrir neðan og við stökkvum og lendum á höfðinu samt er allt í lagi við bara stöndum upp og förum heim,allt í lagi með okkur þó að við höfum lent með hausinn á gangstéttinni!

jásvo allt í einu eftir smástund byrjar sá sami draumur nema að ég er núna með annarri vinkonu minni og það er stórhríð og ég hleyp til hinnar vinkonur minnar inn þar því að það er allt í einu orðið að búðinni sem ég og þessi vinkona mín sem eg er með vinnum í samt lítur alveg út eins og hús hinnar vinkonu minnar sem ég var með í hinum draumnum…en allavega ég hleyp þangað inn til að ná í vettlinga og svo sjáum við þetta hús og höldum að það sé sundlaug og förum inn og þá gerist allt það sama aftur nema ég er með annari vinkonu minni og við stökkvum út um sama glugga og lendum á höfðinu og allt…svo vakna ég,ég sé ekki hvort við sluppum og allt er í lagi með okkur eins og mig og hina vinkonu mína í hinum draumnum eða við séum meiddar…


þetta er mjög flókinn draumur en veit einhver hvað þetta þyðir

ég var að lesa einhversstaðar að dreymi mann fiska eða fisk þýðir það að einhver sem maður þekkir sé óléttur en getur samt einhver sagt mér hvað þið haldið að þetta þýðir! ég bara get ekki áttað mig á því en veit að hann þýðir einhvvað mikið