Um daginn var ég heima hjá vinkonu minni. Hún á heima í frekar gömlu húsi upp í sveit. Ég gisti heima hjá henni og það var bara stuð hjá okkur! En um kvöldið þegar við vorum að fara að sofa fannst mér eins og eitthvað væri að fylgjast með mér úr einu horninu! ekkert til að taka alvarlega,bara svona óþægindatilfinning. Ég vaknaði aftur og aftur um nóttina við martraðir um unga konu sem stóð við rúmstokkinn og starði á mig! mjög svo óþægilegt. Síðan um morguninn gekk ég eftir litlum gangi á leiðinni inn í eldhús! og ég get svarið það að ég gekk á manneskju! ég fann alveg fyrir því! svo leit ég í kringum mig en þar var enginn! þá var ég orðin ótrúlega hrædd og fór svo fljótlega heim til mín!

Hvort haldiði að þetta hafi verið draugagangur eða bara ýmindun í mér? ég er ekki skyggn,og það eina sem er svona “dulspekilegt” við mig er að ég er mjög berdreymin! hvað haldið þið?