Upp á síðkastið hefur mér farið að dreyma fyrir ýmsum atburðum, sem ég þó átta mig aldrei á fyrr en þeir gerast eða eftir það. Svo er ég farinn að fá svona De Ja Vu tilfelli að minnsta kosti einu sinni í viku, en það er ekki það sem er að angra mig.

Fyrir ca. hálfu ári síðan fór mig að dreyma stelpu sem var með mér í bekk fyrir ca.5 árum síðan. (Já sumir segja þá kannski að maður sé bara in love, en já það er þeirra mál) En málið er að þegar mig fór að dreyma hana, þá er hún með stutt úfið hár(var alltaf með hár niður á bak). Svo dreymdi mig líka oft að ég væri að fara að heimsækja þessa stelpu,(sem flutti) og þá birtist alltaf þetta sama hús sem ég kannaðist ekkert við. Svo hringdi ég dyrabjöllunni og mamma stelpunnar kemur til dyra og kallar á hana. Þá kemur einhver önnur stelpa og kynnir sig sem hin áðurnefnda.

Þetta væri kannski ekkert að trufla mig svona þannig fyrir utan tvennt. Ég hafði ekki séð þessa stelpu í 4 ár. fyrr en í síðustu viku, og viti menn þá sé ég hana á gangi stutthærða, allt öðruvísi útlýtandi en ég átti að venjast. Þegar þarna kom fór ég aðeins að pæla, og fann heimilisfangið hjá henni, þegar ég síðan kom á staðinn þá var það nákvæmlega sama hús og mig hafði áður dreymt.

Er einhver sem meikar eitthvað útúr þessum draumum mínum??
Old Chevy's never die, they just go faster