Yfir eina helgi dreymdi mig tvo drauma sem hafa vakið upp spurningar hjá mér aðalega vegna hversu raunverulegir þeir voru og áhrifin sem þeir höfðu á mig. Ég vona að einhverjir geti reynt að ráða þá fyrir mig.
Fyrri draumurinn:
Ég var ófrísk í honum, ég var hamingjusöm og barnið sparkaði í fyrsta sinn í draumnum. Þegar það sparkaði leið mér rosalega vel. Mikil eftivænting og spenna var eftir barninu.. bumban stækkaði og allt gekk vel, svo var fæðingin ég man ekkert hvernig hún gekk fyrir sig það næsta sem kom var að ég var að fæða fylgjuna og lá í baði með ókunnuga konu hliðin á mér og allt út í blóði, ég var samt en rosalega ánægð og róleg í draumnum.
Seinni draumurin var rosalega vondur.
Ég man ekki hvar ég var stödd í draumnum en ég ákvað að tala við eina bestu vinkonu mína, mamma hennar svaraði eða einhver ættingi og sagði mér að hún væri dáin. Það gleymdist að láta mig vita, sorgin var rosaleg hjá mér. Ég fann rosalega fyrir missinum. Ég grét og grét vegna þess að hún var farin. Ég hafði samband aftur heim til hennar og þá spurði ég hvenær hún dó og hvað kom fyrir það vissi engin hvenær hún dó og ekki sagt afhverju. Þá ákvað ég að fara til hennar og leiðin var löng og erfið. Ég fór inn í herbergið hennar og þar sá ég hana liggja dána. Sorgin var enn verri.. þetta gnísti illa í hjartað… Ég talaði e-ð við mömmu hennar og ég vaknaði eftir að ég mælti þessi orð : “Ég hata ágústmánuðinn”.
Getur einhver túlkað þá fyrir mig