Galdur er athöfn sem á að hafa áhrif á yfirskilvitlegar verur sem ráða atburðum og örlögum.
Hvítigaldur er í samræmi við reglur samfélags, notaður til góðs
t.d. lækninga, til að auka lán o.fl.
Svartigaldur er yfirleitt notaður til ills t.d. til að láta mann fá sótt, til að ná hefndum, valda dauða o.fl.
Í norrænum trúarbrögðum var þessi list framin með þulum, söng, rúnum, og galdrastöfum.

Seiður var framinn á hjalli (palli).
Hann fólst í leiðslu seiðmannsins og söng. Hann var einkum magnaður gegn sumum mönnum eða til að sjá inn í framtíðina. Seiðmenn voru hamskiptingar (gátu breyst í dýr).
Seiður kröftugasti galdur í norrænum trúarbrögðum.
……….