Þegar ég sá þessa könnun sem er í gangi núna um hvort dýr fái sömu meðferð og menn hjá Guði. Ég svaraði: “veit ekki”. En nú þegar ég hugsa betur um það þá held ég að svarið sé nei. Því að ég held að dýr viti ekki muninn milli góðs og ills svo þau geta ekki gert neitt rangt. T.d þau geta ekki myrt einhvern af sömu tegund því þau gera það bara ef það er ráðist á þau eða einhver er að stela svæði frá þeim eða mat. Þau gera bara það sem er í eðli þeirra og eðli allra lífvera er að lifa af og koma genum sínum áfram og það er þannig líka hjá manninum. Nema það er ekki í eðli mannsins að drepa sína eigin tegund(það er allavegana mitt álit) en það er í eðli okkar að koma genum áfram og þá er þess vegna í lagi að drepa eins og dýrin í sjálfsvörn þó að það sé eitt boðorð: Þú skalt ekki drepa. Guð gaf manninum boðorðin til að fylgja, en gaf hann dýrunum einhver boðorð? Ég held ekki og þess vegna held ég að dýrin fái ekki sömu meðferð frá Guði heldur taki hann beint við þeim. En hann gaf manninum heila til að greina milli gíðs og ills og þess vegna er hann harðari við okkur.

Takk fyri