Vinkonu mína dreymdi draum sem hún veit ekki hvort þýðir eitthvað sérstakt og ég var að spá hvort þið ættuð einhverja draumráðningu fyrir hana.
Málið er að hún á góðan vin (strák þ.e.a.s.) sem þegar hún hitti fyrst var soldið hrifin af en það var allt grafið og gleymt og hún sagði aldrei neinum. En hana dreymdi um daginn að hún og þessi strákur hefðu verið samferða heim af einhverjum stað og þegar þau komu að því er virtist heim til hennar þá lögðust þau og kysstust innilega. Seinna í draumnum sem á að hafa verið daginn eftir, hélt hún örugglega, þá kom hún á sama stað og kvöldi áður og fór inní eitthvað herbergi þá lá þessi sami strákur og góð vinkona hennar saman í sófa þar inni í innilegum kossi og hún varð að sjálfsögðu bálreið og rauk út og vaknaði upp af draumnum þegar hún var búin að tala við tvo félaga sína sem voru i eldhúsinu að tala saman.
Þýðir þessi draumur eitthvað sérstakt? Því að hún veit að hann hefur engan áhuga á henni og lítur bara á hana sem vin.