ég lennti í því fyrir ekki svo löngu að ég hitti mann sem ég þekkti ekki, hann sat á borði fyrir aftan mig á kaffi-húsi og við litum á hvort annað og það var eins og við þekktumst, hvorugt okkar vissi hvernig við áttum að bregðast við.
stuttu seinna mætti ég honum úti á göru og við gengum framhjá hvort öðru, stoppuðum og litum við, það var ekki eins og einhver spenna, bara eins og einhver sem maður hafi þekkt svo lengi notarlegt enn kunnulegt.
þetta fekk mig til að halda að við höfum þekkst í fyrra lífi eða eigum eftir að fá tækifæri til að kynnast uppá nýtt.
þetta var svo skemmtileg upplifun, öðruvísi heldur en þegar maður hittir einhvern sem maður vill kynnast eða er spenntur fyrir, þetta var svo afslappað og næs.
ég þekkti hann og hann þekkti mig.

Gribba
G