Ég var í 4. bekk sem sagt 9 ára. Einu sinni vaknaði ég allt í einu og settist upp í rúminu mínu og mér fannst eins og einhver væri að horfa á mig. Ég horfði í kringum mig og sá allt í einu hvítklædda veru standa fyrir utan herbergið mitt (það var ekki komin hurð á herbergið), ég varð náttúrulega geðveikt hrædd og grúfði mig niður í koddann. Svo eftir smá stund þá opnaði ég augun og sá veruna ennþá en í þetta skipti var kraup hún við stigann frammi í stofu og virtist vera að biðja. Ég sá hana greinilega og varð ekkert hrædd. Þetta var amma mín sem hafði dáið nokkrum árum áður. Hún var lítil með dökkt krullað hár og var í hvítum kjól og virtist vera voða friðsæl en samt var ég hrædd um hana. Svo mætti ég í skólann og allt virtist vera í lagi en alltí einu brotnaði ég niður.
Mín spurning til ykkar er: Er þetta eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af og ef ég vildi gæti ég ekki séð þetta aftur??