Þessi grein gæti verið svo löng hjá mér að ég gæti svo sem skrifað bók eða bækur um þetta málefni, en ég held að ég nenni ekki að skrifa bók fyrr en ég verð orðinn hundgamall og kominn með meiri reynslu um lífið og tilveruna. Ég hef oft spáð í það hvað var það sem var til fyrst í allri tilverunni? Margir vísindarmenn segja að eitt atóm hafi verið það sem skapaði upphaf tilverunnar en enginn segir neitt um hvað skildi hafa búið til það atóm eða hvernig það hafi verið búið til. Þetta geta verið endalausar spurningar um þetta sem myndu alltaf enda í vítahring. Ætli við mannverur séum skapaðar þannig að heilinn okkar mun einfaldlega ekki getað skilið þessar vangaveltur? Það eru til svo margar spurningar í heiminum sem mun aldrei vera svarað. Eins og t.d. Hver er tilgangur lífs? Hvað er líf? Er heimurinn endalaus? Hvað skapar líf? Hvað gerir kraftaverk? Hvað er Deja-Vú og hvað gerir það að verkum? Er framtíðin öll sömul fyrirfram ákveðin? Hefur allt saman sinn tilgang í tilverunni?
Ég get haldið áfram endalaust en það væri tilgangslaust og þess vegna er best að lifa lífinu án þess að spyrja endalausra spurninga sem maður fær aðeins álitssvör á og enginn veit alvöru sannleikan við.
Þessi grein kemur vonandi þeim skilningi til ykkar að það þýðir ekki að spyrja t.d. Hvað er líf? eða hver sé tilgangur þess. Það væri bara tímaeyðsla. Lífið er stutt, en kannski ekki. Kannski munum við endurfæðast eða lifa sem draugar eða jafnvel fara til heljar eða himnaríkis. Ég hef allavega komist að því að það er sælla að vita sem minnst og hugsa sem minnst um þessa hluti því annars getur maður sturlast. Sumir lifa eflaust lífinu sínu án þess að nokkurn tíman hugsa um þessar vangaveltur

Sjáiði bara hvað ég er orðinn ruglaður á þessu öllu saman :þ lol
Take a walk on the wild side =)