Mig dreymdi í nótt að hundurinn minn slapp út og kom til baka með mjög ljótt sár. Mér fannst að það væri laugardagur og dýraspítalinn væri búinn að loka en ætlaði í símann að reyna að ná í einhvern dýralækni. Greyið hundurinn var farinn að skjálfa og ég búinn að vefja hann inn í teppi. Þá vaknaði ég. Þessi hundur dó reyndar fyrir rúmum 3 árum eða reyndar þurfti ég að láta svæfa hann vegna þess að hann var orðinn gamall og mjög veikur. Ætli þetta þýði eitthvað?

Annað, hefur einhver lent í því að finnast þeir vera milli svefns og vöku en geta ekki hreyft sig og finnast einhver vera kominn inn í herbergið?