Ég geri það. Og þá er ég ekki að tala um þessa amerísku drauga sem ganga aftur í þeirri von til að hefna fyrir það sem kom fyrir þá í lifanda lífi. Eða eins og Supernatural þættirnir sem eru á Sirkús. Þessir draugar eru ekki til. Þeir draugar sem ég trúi á eru þessir sem við höfum lesið í þjóðsögunum. Staðbundnir draugar, sem halda sig við ákveðinn stað, eða fylgjur, draugar sem fylgja ákveðnum einstaklingum.

Alla mína tíð hef ég vitað af draugi heima hjá mömmu og pabba. Alveg frá því að ég var lítill hef ég verið var við draugagang í húsinu. Og auðvita þegar ég var lítill var ég skít hræddur við þá. Ég man eftir sérstaklega miklum æslagangi heima eitt sumarið. En fyrst var ég var við það að það kviknaði á útvarpinu, trekk í trekk. Þrátt fyrir að útvarpið var með takka sem þurfti að ýta inn þegar var kveikt á því, og svo kom takkinn út þegar var slökkt á þeim. Þetta var nú e-ð sem ég var ekki að skipta mér mikið af á þeim tíma. En svo var sturtað niður í klósetinu, og ég var sá eini sem var heima og í eldhúsinu. Þetta var e-ð sem hræddi mig og svo stuttu seinna endanlega trúði ég því að það væri draugu í húsinu þegar ég heyrði mikið skrjáfur í poka í eldhúsinu þrátt fyrir að enginn væri þar, og enn var ég einn heima.

Nú ef hljóðin eru ekki nógu öflug þá tel ég mig hafa allavega séð draug einu sinni á yngri árum. En þá vaknaði ég eldsnemma til að horfa á Afa á stöð 2. Klukkan var 5 um nóttina og fór fram og kveikti á sjónvarpinu og þar var bara stillimyndin. Svo ég slökkti á sjónvarpinu og ætlaði að bíða eftir Afa. Ég vissi ekki þá hvað klukkan var, því ég var svo spenntur eftir Afa að ég kýkt aldrei á klukkuna. En á meðan ég horfi á svartan skjáinn í sjónvarpinu þá sá ég speigilmyndina af tvemur persónum gaga eftir ganginum og á leiðnni til mín. Ég hélt fyrst að þetta væri mamma og systir mín. Svo þegar ég leit á ganginn, þá var enginn þar. Ég kýkti aftur í sjónvarpið, og þar voru þessar veru aftur og enn gangandi til mín. Eg kýki aftur á gangi og enginn er þarna, og aftur á sjónvarpið og þarna sjást tvær verur. Svo endar það með því að ég kýki á klukkuna og sé að hún er 5 um nóttina, og þá ákveð ég að fara sofa, án þess að pæla neitt meira í því.

Ég hef alltaf talið að þetta væri staðbundinn draugur sem væri heima hjá mömmu og pabba. Þar sem mamma hefur talið sig vera var við hann. Og því veit ég það að þegar ég fer heim til mömmu og pabba þá mun ég verða var við draugagang, og er því ekkert að kyppa mér upp við það. Draugurinn má alveg vera þarna. Við vitum ekki hvaða draugur þetta er, en okkur grunar að þetta gæti verið úr ættinni hennar ömmu. Líklega langa afi eða amma. Því rústir af húsinu þeirra eru rétt hjá okkur. Það hús var rifið fyrir mína tíð.

Svo er annar dragur, staðbundinn draugur í bátnum hjá pabba. Það vita allir af honum, eða hafa orðið var við hann. Menn eru ekkert að kyppa sér upp við hann og köllum við hann einfaldlega skipsdrauginn. Og þessi draugur er líka líklega einhver að gömlu ættingjunum mans. Þó gæti þetta líka verið sjómenn af öðrum bát, þar sem pabbi, bróðir hans og afi fundu fyrir löngu síðan mannlausan út á sjó og dróu þann bát í land. Skipsverjar þess báts höfðu aldrei fundist. En engu að síður, þá lítum við á það þanngi að þessi dragur sé að venda bátinn fyrir því að e-ð slæmt komi fyrir hann. Svo hann er velkominn að vera á meðan hann vill það.

En þá komum við af því sem er ástæðan fyrir því að ég skrifaði þennan pistil. En ég tel að það sé fylgja sem eltir mig. En fylgja er draugur sem eltir eina persónu af einhver ástæðu. Mig hefur lengi grunað það, að það væri fylgja á eftir mér, því ég virðist alltaf lenda í einhverju draugagangi hvert sem ég fer. Ég hef t.d orðið var við draugagang í líkamsræktinni fyrir vestan þegar ég er einn að lyfta, hef orðið var við það í vinunni o.s.frm. En það sem endanlega staðfestir þennan grun er að núna bý ég hérna í kópavogi, í húsi sem er yngra en ég, eða byggt 1986 og ég hef orðið var við draugagang í íbúðinni minni seinustu 4 ár. Svo best sem ég viti til, þá er ég sá eini sem hef orðið var við draugagang í blokkinni.

Oft á kvöldin, þegar ég fer að sofa, hef ég á tilfinningunni að einhver sé inn í íbúðinni minni. Sem er auðvita aldrei satt. Þar sem ég bý einn. Svo í nótt vaknaði ég upp, um eitt leitið, við að það var hvíslað í eyrað á mér. Ég hrökk upp og leit í kringum mig og auðvita var enginn. Það sem var hvíslað í eyrað á mér var “þetta er á hvolfi” eða “þetta er kona”. Og þetta var í engu samræmi við drauminn sem ég var að dreyma. En hann var um Hulk Hogan að berjast við geimverurnar úr Ivasion þáttum. Auk þess sem ég heyrði þetta svo greinilega, ekki eins og samræðurnar eru í draumum. Og þetta er ekki í fyrsta skiptð sem ég hrekk upp um miðja nótt við það að ég haldi að einhver sé að tala inn í svefnherbyginu mínu. Þetta hefur skeð nokkrum sinnum áður síðan ég flutti hingað suður.

Svo fyrir nokkrum vikum var ég með kveikt á sjónvarpinu og með á “mute” á meðan ég var með headfone á haustum og hlusta á tónlist. Svo skindilega heyri ég háfaða, og þá var búið að taka “mute” af sjónvarpinu og skipta um sjónvarpsstöð. Svo skeði þetta aftur seinni, nema þá var það á sömu sjónvarpsstöðinni sem ég “mute”-aði á.

Svo hvernig getur það verið að hvert sem ég fer verð ég var við draugagang ? Það hlítur þá bara að vera ein skýring. Það er fylgja á eftir mér. Þessi fylgja hefur verið lengi á eftir mér, og það má vel vera að hún sé líka húsdragurinn heima hjá mömmu og pabba. Nú þessi draugur er algjörlega meinlaus eins og allir draugar eru, þótt það geti oft verið óþægilegt að hafa þá nálagt manni. Og það er ekki laust við að maður hugsi hvort þessi fyljga sé ekki að halda vendarhendi yfir manni, því ég hef nú lent í ýmsu í gegnum tíðina og sloppið mjög vel frá því. Og þó að hún muni elta mig það sem eftir lifir æfinnar minnar, þá held ég að ég sé bara nokkuð ánægður með það. Þó hún vekji mann stöku sinnum og hræri í hlutum í kringum mann.
Helgi Pálsson