Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa þessari veru, en hún var en kannski er best að segja bara söguna.
Ég vaknaði um tvö leitið eina nóttina með alveg gífurleg þyngsli fyrir brjóstinu, svo mikil að ég gat varla andað. Ekki ósvipað og að liggja undir þungu fargi. Þegar ég opna augun þá sé ég allt í móðu.
Ég ligg og er bókataflega að berjast við að ná andanum, bylti mér og þá tek ég eftir því að móðan er ekki í augunum á mér, því þegar ég sný höfðinu þá hverfur móðan.
Núna er ég fullviss um að það er eitthvað sem liggur á mér svo ég fer að berjast heiftarlega um, en allt kemur fyrir ekki, veran bifaðist ekki og ef eitthvað er þá virtist hún leggjast fastar ef eitthvað er. Og ég guðlaus maðurinn, gríp til loka vopnsins, Faðir vorsins, því við vitum öll að kraftur bænarinnar er ansi sterkur. Og viti menn (núna hljóma ég eins og kennari í sunnudagaskóla) veran flúði, hún lyftist af mér og ég tók eftir því að hún hafði útlínur ekki ósvipaðar og draugar í teiknimyndum en þunn, möndlulaga augu sem virtust vera gul eða rauð. Hún sveif upp og út umm gluggann (eða vegginn ég er ekki viss). En ég í geðshræringu minni stóð upp og teygði mig í gluggann (hann var alveg í höfuðhæð) og rétt náði að grípa í hann áður en það leið yfir mig.
Þegar ég vaknaði um morguninn þá var ég viss um mig hefði dreymt þetta en glugginn var lokaður, þó hafði opnaranum ekki verið smellt í læsta stöðu og ég vaknaði ofan á sænginni minni sem er mjög óvenjulegt og eftir því sem ég hugsa meira um þetta þá er ég meira viss um að þetta gerðist.
En eftir stendur spurningin hvernig vera var þetta? Mér finnst eins og þetta hafi ekki verið draugur eða svoleiðis. Einhverjar hugmyndi