halló.
ég er nýkomin inná þessa síðu og ég hlakka til að heyra ykkar álit.
ég hef lent í undarlegum lífreynslum núna undanfarið.
Það er þannig að ég var á leiðinni heim úr vinnu eitt kvöldið og fann allt í einu að það mundi verða bílslys og ein kona myndi deyja, þetta fann ég út af rauðum og bláum bjarma og rauðri móðu sem ég sá út við sjóndeildarhringinn á himninum.
ég hélt að ég væri orðin eitthvað biluð, afhverju ætti ég að sjá svoleiðis og finna þessa undarlegu tilfinningu en viti menn næsta dag þá varð slys og spánsk kona lést.
ég hélt þá að þetta væri eitthvað once in a lifetime.
svo kom það aftur fyrir bara nokkrum dögum eftir og þar var önnur kona sem lést.
þá var mér ekki farið að lítast á.
einhverjum dögum eftir það þá var ég aftur á leiðinni heim og þetta var eitt um nótt ég leit til hliðar og fann að það myndi koma jarðskjálfti og ég ætlaði að hringja meira að segja í ömmu og biðja hana um að passa kristalinn en hætti við því ég vildi ekki vera álitin biluð en klukkutíma seinna þá varð jarðskjálfti. sem betur fer ekki mjög sterkur en kristallinn hreyfðist þó.
Ég vildi ekki meðtaka þetta en ég ákvað að hringja í sálarrannsóknarfélagið ef eitthvað svona myndi koma fyrir aftur.
það gerði það og núna er það fleiri jarðskjálftar og eldgos.
morguninn eftir þá kveikti ég á útvarpinu á leiðinni í vinnuna og strax kom frétt um jarðhræringar og hugsanlegt eldgos í Kötlu bráðum. Ég hringdi í félagið og talaði við mann þar og hann sagði að þetta væri mjög sjaldgæft hjá fólki en væri til.
og hann ráðlagði mér að tala við miðil hvað finnst ykkur?
Ég hef alltaf verið mjög róleg manneskja og amma mín sagði mér að það var eins og ég vissi eða sá mikið þegar ég var yngri. mér finnst eins og þetta verður alltaf sterkara og sterkara.
ég hef líka fylgju með mér sem gerir ekki annað en að stríða mér en ég held að það sé langafi minn en hann var mjög stríðinn.
Það er oft falið vekjaraklukkuna og flautað í eyrað á mér og opnað skápa í kringum mig en ég kippi mér ekkert lengur upp við það.
mig langaði bara að segja frá þessu og fá hugsanleg ráð eða upplýsingar um þessa (skyggnigáfu)