Alheiminum er skipt í sjö hluta eða geisla. Þessir geislar eru mismunandi tíðni í sveiflum frá Guðdóminum eða alheimsljósinu. Á hverjum geisla er að finna sömu embættinn og mun ég fjalla hér um nokkur þeirra.
Elóhímar sem að eru miklar aleimsverur sem að hafa stjórn á sköpunarkraftinum. Orka þeirra fer í gegnum svokallað andlega mið sól gegnum sól hverrar sólkerfis og í hverja plánetu og þaðan í íbúana.

Erkienglar stjórna alheimssveitum engla og koma frá hinni andlegu mið sól hvers sólkerfis. Þeir eru birtingar ákveðinna dyggða og hafa hver um sig ákveðið hlutverk sem að þeir sinna ásamt hersveitum sínum. Þeir vinna undir stjórn Elóhíma.

Meistarar vinna undir stjórn erkiengla og starfa með innvígðu fólki og hafa á undanförnum árum sífellt meira og meira verið að koma sér í samband við mannfólkið. Þeir eru lykilhlutverkin í helgistjórnun jarðarinnar.

Helgistjórn jarðarinnar er oft nefnt Hvíta Bræðralagið og hefur ýmis embætti á sínum vegum.

Þögull varðmaður hvers hnattar geymir upplýsingar um alla þróun og allt sem að gerast skal á viðkomandi hnetti.

Innri Konungur jarðar fær í smáskömmtum þessar upplýsingar og kemur þeim til skila og fylgir þeim eftir.

Búddaembættin beina svo orkunni frá þeim hæsta á rétta braut niður til elóhímana og þaðan fer hún til erkienglanna og meistararnir koma þeim í framkvæmd.

Manú eru verur sem að hafa lokið að þroska sinn kynstofn. Kynstofnar koma frá þeim efsta með reglulegu millibili. Og Manúar bera svo ábyrð á þeim eftir upprisu

Heimskennarar beina visku sinni til embættanna og ákveða lexíur sem læra þarf í samræmi við karmaráðið.

Vonandi skýrir þetta eitthvað.

Kveðja Örninn