ég á eina rosalega skrítna minningu sem ég vissi lengi vel ekki hvort var raunveruleiki eða draumur. Það rifjaðist uppfyrir mér um daginn að þegar ég var mikið yngri (sennilega 5-7 ára) fór ég út einn daginn, það var sumar, og útum 50% af garðinu(mjög stór garður) lágu fjaðrir á víð og dreif. Þessar fjaðrir voru allveg mjallahvítar og hreinar og frekar stórar. Ég hljóp beint til vinkonu minnar í næsta húsi og viti menn,´garðurinn hennar var líka allur þakinn fjöðrum. Hvergi annarsstaðar en í görðunum tveimur voru þessar fjaðrir. Við náðum okkur í poka og byrjuðum að týna saman fjaðrirnar og vorum rosaglaðar því það var kominn “fjaðradagur”. Mamma mín sagði að það hefðu verið fuglar að slást og þessvegna væru þarna allar þessar fjaðrir. Ég og vinkona mín skemmtum okkur mjög vel, lögðum dagsetninguna á minnið svo við yrðum viðbúnar þegar annar “fjaðradagur” kæmi að ári.

Ókey, þetta rifjaðist semsagt allt uppfyrir mér um daginn og ég gat með engu móti verið viss hvort þetta væri raunveruleg minning. Ég spurði mömmu og hún sagðist ekkert muna eftir þessu. Svo nokkrum vikum seinna hitti ég þessa æskuvinkonu sem lenti í þessu með mér og ég spurði hana varfærnislega hvort hana rámaði í að eitthvað tengt fjöðrum í görðunum okkar hefði einhverntímann gerst. Hún ljómaði strax upp og spurði hvort ég ætti við fjaðradaginn. Hún lýsti þessu svo allveg einsog ég hafði munað það (án þess að ég segði orð) og minntist m.a á hvernig við hefðum lagt dagsetninguna sérstaklega á minnið. Eftir því sem við pældum meira í þessu varð þetta ruglingslegra því við mundum báðar greinilega að fjaðrirnar voru ekki með neinu blóði, þær voru allar eins og lágu útum allt en aðeins í görðunum okkar tveggja. Ekkert á stéttunum eða görðunum í kring. Það voru engar leifar af fugli sem hefði dáið ef hann hefði orðið fyrir árás sem orsakaði slíkan fjaðramissir og vissulega bjuggu engir fuglar með svona fjaðrir í nágrenninu, nema kannski máfar en þeirra fjaðrir eru ekki eingöngu hvítar og aldrei fyrr né síðar hef ég orðið vör við þá svona í grennd við húsið hvað þá að slást.
Ég hef síðan hitt nokkrar gamlar vinkonur frá þessum tíma og árunum eftir sem muna líka eftir því að ég og hin vinkona mín höfum talað um þetta og meiraðsegja sýnt þeim poka með fjöðrum. Ég held því að ég hafi verið 6 eða 7 ára þegar þetta gerðist.

Ég er vissum að það er eðlileg skýring á þessu en get ekki ýmindað mér hver hún er, ég skil heldur ekki afhverju mamma harðneitar að þetta hafi nokkurntímann gerst og að við geymdum engar fjaðrir (þótt ég veit að ég hefði ekki mátt geyma fjaðrapoka í húsinu). Hvað haldið þið, er þetta eftilvill dularfullt ?