Ég er hérna með sögu sem mig langar til að deila með ykkur dulspeki-fólki!
Seinnipart þessa sumars lést yngri bróðir vínkonu minnar. Hann var 6 ára, átti að fara að byrja í skóla í haust. Hann lést í slysi einn sunnudagseftirmiðdag. Um morguninn þann dag fór hann hjólandi í heimsókn (hann var altaf hjólandi) til vinar síns, sem er maður á besta aldri. Maðurinn í mesta sakleysi spjallaði við drenginn sem var oft málglaður og léttur í lund. Svo allt í einu upplýsti drengurinn hann um það að hann væri að flytja. Maðurinn varð hissa því þetta hafði aldrei borið á góma áður. Jújú..hann var að flytja. Fara mamma og pabbi með? spurði maðurinn, en drengurinn sagði einfaldlega: ,,Nei, þangað sem ég að er að flytja komast ekki mamma og pabbi, ég kemst ekki einusinni með hjólið mitt“. Maðurinn hélt að hann væri nú bara að skálda eitthvað og þeir hættu að tala um þetta…nokkrum klukkutímum síðar flutti hann, einn, og ekki með hjólið sitt. Blessuð sé minning hans!
Er þetta raunveruleg vitneskja eða tilviljun. Kannist þið við svona ”tilviljanir"? Endilega segið mér frá ykkar áliti. Vitið þið dæmi um svona?
Ykkar Ibba!