Jæja þá fer að stittast í áramótin.
Það hefur nú verið “siður” að skella sér á djammið á þeim tíma..
En ég er ekki alveg svo viss um að ég nenni að djamma..
Það er búið að bjóða mér í tvennskonar party.. Mig langar jú að fara.. en ég veit ekki..
Þar síðustu áramót skemmti ég mér mjög vel.. skellti mér í party og kom heim á hádegi næsta dag.. Síðustu áramót voru frekar illa heppnuð.. fórum í “party” ömurlegt.. ákváðum þá að fara í bæin.. eina sem ég hafði uppúr því var ónýtur áramótahattur sem ég elti dágóða leið. Rosalega fáir í bænum.. kalt og leiðindi..
Mest langar mig nú bara að fara ein eitthvert útí buskan og bíða þar þar til svona 2 jan.. þá er kanski óhætt að koma heim..
Mig langar nú samt alveg að vera hér í reykjavíkinni minni í góðra vina hópi.. en ég nenni varla að djamma.. og ef ég djamma ekki.. þá þarf ég að vera edrú ,ég djamma ekki edrú.. Ég höndla ekki að vera driver.. ÉG VIL DJAMMA!
Ég veit nú ekki hvað er að mér.. ekki bjóst ég við að heyra þetta frá mér.. er ég orðin svona gömul? eða er þetta kanski bara depurð yfir snjóleysinu og því að árið mitt sé að enda?
Hvert planið folks? Hvað á að gera á gamlárskveldi? Hressiði mig nú við.. Ég vil djamma!