AMPOP
HLJÓMSVEITIN Ampop hefur, þrátt fyrir að hafa verið starfandi í þónokkur ár, komið eins og stormsveipur inn á íslenskan tónlistarmarkað nýlega. Sveitin var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra eftir að hún sendi frá sér plötuna “My Delusions” og var titillag plötunnar valið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Nýkomin er út fjórða plata hljómsveitarinnar sem nefnist “Sail to the Moon”. Titillagið byrjaði að hljóma á öldum ljósvakans í lok október og gerði góða lukku og í kjölfarið fylgdi hið eiturhressa lag “Gets Me Down” þarsem Ampop njóta liðstyrks Jeff Who? manna í viðlaginu. “Gets Me Down” hefur verið að gera það ansi gott á útvarpsstöðvunum. Hljómsveitina skipa þeir Birgir Hilmarsson (söngur/gítar), Kjartan Friðrik Ólafsson (hljómborð) og Jón Geir Jóhannsson (trommur).Birgir er búsettur í Glasgow og því ekki oft sem hljómsveitin hefur kost á því að halda tónleika á Íslandi en ætlar að koma saman í tilefni 1 árs afmælis minnsirkus.is á Brodway núna 6. janúar. Þetta er reyndar líka kærkomið tækifæri fyrir Ampop að spila saman aftur þarsem sveitin er á leiðinni til Bandaríkjana í lok mánaðarins til tónleikhalds í Los Angeles og New York.

Sprengjuhöllin
Sprengjuhöllin, sem hóf innreið sína inn á íslenskt tónlistarsvið í fyrra, er ein af vonarstjörnum íslenskrar tónlistar árið 2007. Hafa lögin “Can't Dance” og “Tímarnir okkar” þegar fengið mikla spilun á útvarpsstöðum landsins. Þetta ár mun svo væntanlega gefa af sér fyrstu breiðskífu sveitarinnar sem beðið er með eftirvæntingu. Sprengjuhöllin er einmitt hljómsveit sem margir hafa beðið eftir. Sprengjuhöllin spilar ekki jaðartónlist en heldur ekki gelt gítarpopp með textum á borð við “nú ætla ég að dvelja þér hjá” eða “þessa fögru ágústnótt”. Staðreyndin er sú að mikið rúm hefur skapast í íslensku tónlistarlífi fyrir meginstraums popphljómsveit sem spilar vandaða tónlist og flytur úthugsaða texta. Sprengjuhöllin býr bæði yfir nauðsynlegri dýpt til að næra sálir tónlistarperra og poppnörda en hefur einnig nægilega almenna skírskotun fyrir húsmæður og hárgreiðslufólk. Að lokum er nauðsynlegt að geta þess að sviðsframkoma Sprengjuhallarinnar er mjög hressileg, að vísu ekkert sérstaklega frumleg, en mjög skemmtileg og árangursrík.

Últra Mega Teknóbandið Stefán
Sjúklegur hressleiki og fljúgandi fimbulorgel. Ultra mega technobandið Stefán er samblanda af heimstónlist, pönki og eðalteknói, flutt af fimm rjúkandi heitum drengjum sem slógu rækilega í gegn á seinasta ári og vöktu þeir mikla athygli fyrir frumleika í flutningi og gæði tónlistar.Bjargvættir íslenskrar raftónlistar.

Plötusnúðar Flex Music
Einn af bestu klúbbaþáttum þjóðarinnar er Flex á X-inu 977. Félagarnir Kiddi Ghozt og Bjössi Brunhein skipa þennan plötusnúða dúett þar sem þeir spila heitustu danstónlistina í hverri viku. Einnig fá þeir gesta plötusnúða í heimsókn og má því segja að í hverri viku er alltaf eitthvað nýtt og ferskt sem hljómar í Flex. Sömuleiðis stendur Flex Music fyrir innfluttningi á heimsins bestu plötusnúðum til íslands og hafa þeir flutt ófáa inn í gegnum tíðina. Að sjálfsögðu eru Ghozt & Brunhein við stjórnvölinn á undan þeim merku plötusnúðum sem koma í heimsókn til íslands.


Minn Sirkus og Broadway kynna:
Þrettándagleði í tilefni af eins árs afmælis Minn Sirkus á Broadway þann 06. janúar 2007.

20 ára aldurstakmark.
1000.- krónur aðgangseyrir við inngang.
Notendur Minn Sirkus fá frítt inn á viðburðinn!
FM957, X-ið 977 og Broadway.is munu einnig gefa miða.

http://www.minnsirkus.is/afmaeli