spáðu aðeins í þessu áður en þú lest lengra…

HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÉR DETTUR Í HUG ÞEGAR SAGT ER VIÐ ÞIG “eigum við að fara á djammið”, “ég er að fara á djammið” eða “ég var á djamminu um helgina”… hvað heldur þú að það feli í sér… hvað finnst þér sjálfsagt að eigi eftir að eiga sér stað eða hafi átt sér stað???

jæja, hver er þín hugsun…




ég fór á djammið núna um daginn…
ég sagði við vinin mína “já ég er að fara á djammið” sem og ég gerði, svo keyri ég þegar djamminu var lokið.

það sem mér fannst þó sorglegast er það að um leið og ég sagði að ég væri að fara á djammið þá var ég sjálfkrafa að fara að detta í það!!!
það er alveg hægt að djamma edrú (síðast þegar ég vissi, allavega)…

er þetta orð ekki svolítið misskilið??? ekki er þetta betra “ég er að fara út að skemmta mér”…
að djamma hlýtur að flokkast undir það að fara og skemmta sér, gera eitthvað sem manni finnst gaman.

er í alvöru litið þannig á það að fólk sem er að fara að djamma sé að fara að drekka??? er það sjálfkrafa skemmtilegt???
hvað á maður þá að segja “ég er að fara á edrú djamm”???
verður maður alltaf að gera grein fyrir því að það sé
eitthvað “óeðlilegt” að djamma edtú???
er eitthvað “óeðlilegt” við það að fara á edrú djamm???

einnig, það er otað að manni drykkjum og ef maður segir “nei, takk” þá er maður orðinn eitthvað skrítinn og helst beðin um útskýringu á þessari “óeðlilegu” hegðun.

hvers vegna finnst ykkur/fólki svona sjálfsagt að “djamma” og “skemmta sér” sé tengt áfengis neyslu?
er þóðfélag okkar í alvöru svona takmarkað?
G