Staðreyndin er sú að það er mjög erfitt að reka skemmtistaði á Íslandi. Flestir þeir sem að standa í þessum rekstri þurfa að berjast við flóð af reikningum um hver einustu mánaðarmót, en þó að það getur verið dýrt fyrir viðskiptavini að fara á þessa staði þá er það varla nóg til þess að reka staðina.

Það er bara mjög einfalt mál að það þarf að gera gífurlegar breytingar til þess að breyta þessu ástandi í miðbænum. Ég er enginn sérfræðingur í þessum málum en þó dettur manni í hug nokkrar aðferðir. T.d. með því að…

1. Lækka verð á áfengi almennt á Íslandi, sérstaklega létt áfengi þannig að það verður varla mikill munur á að kaupa það og gosdrykki eins og maður sér erlendis. Skemmtistaðir gætu lækkað verð á áfengi um helming en samt fengið meiri gróða, myndu fá svipað mikin gróða fyrir hvern drykk en á sama tíma myndi salan á áfengi auðvitað aukast.

2. Styðja staðina í að borga leiguna, nota t.d. hluta úr menningarsjóð fyrir það.

Mín skoðun er sú að það er mikilvægara fyrir Reykjavík og Ísland að hafa sterkan og skemmtilegan miðbæ með mikið af valmöguleikum, frekar en t.d. að byggja eitt tónlistarhús.

En það að styrkja miðbæinn myndi hafa fleiri jákvæð áhrif en að gleðja djammara Ísland. Að hafa sterkan og góðan miðbæ þar sem áfengið er ódýrara en í dag myndi einmitt hafa jákvæð áhrif á ferðaiðnaðinn, sem að er víst sá iðnaður sem að er að stækka hraðast á Íslandi. Túristum finnst gaman að kíkja á lífið í miðbænum en ég held að þeir séu allir sammála því að það allt of mikil áhrif á budduna.

Svo í stað þess að afsaka alltaf allt með því að þetta sé eyja í miðju Atlantshafinu þá vil ég að það sé tekið eitthvað á vandamálinu og helst bara á næsta ári!