tilefni af auglýsingum Icelandair á Íslandsferðum sem bera yfirskriftina “One night stand”, “Have a dirty weekend”, “Get lucky” og fleira í þeim dúr hef ég oft fengið tölvupóst með undirskriftarlista til að mótmæla þessum miður smekklegu
Með þessu er verið að gefa til kynna að Ísland sé Thailand norðursins þar sem hvaða karlmaður sem er komið og fengid ókeypis drátt, sama hvernig hann lítur út og kemur fram, sem er auðvitad ekki rétt.
En eitthvað hlýtur nú að búa að baki, og þá held ég að spili stærstan þátt goðsögnin (sem var gert grín að í Sopranos) um íslenskar konur, og sú staðreynd að vissulega eru íslenskar konur að mörgu leyti frjálslyndari heldur en til dæmis suðurevrópskar.
En þessar sífellu ásakanir íslenskra karlmanna um að við getum “sjálfum okkur um kennt af því að við séum svo miklar druslur” finnst mér ekki eiga rétt á sér.
Og af hverju?
Jú, af því að það sem Icelandair er að markaðssetja, og í raun það sem margir af þessum erlendu körlum eru komnir til að upplifa, er drykkjumenning Íslendinga.
Við drekkum svo mikið í einu á djamminu að við missum dómgreind, bæði karlar og konur.
Við það að missa dómgreind verður fólk oftar en ekki lauslátara og margir sofa hjá aðilum sem þeir hefðu aldrei litið við edrú.
þetta er að sjálfsögðu hlutur sem erlendir karlmenn geta nýtt sér.
Svo skulum við ekki gleyma því að margir strákar þora ekki ad reyna við stelpur þegar þeir eru edrú, en byrja svo þegar þeir eru blindfullir að klípa í rassa eða koma með einhverjar miður greindarlegar pickuplínur sem um leið gerir þá minna spennandi í augum “fórnarlambanna”.
þeir útlensku hins vegar drekka yfirleitt minna og slá manni oft gullhamra hvort sem þeir virkilega meina það sem þeir segja eða segja það bara sér til framdráttar.
Þad er þetta sem gerir yfirleitt myndarlegan útlenskan karlmann meira spennandi í augum kvenna heldur en myndarlegan íslenskan karlmann.
Kannski eru sumar stelpur sem falla sérstaklega fyrir útlitseinkennum sem íslenskir strákar hafa yfirleitt ekki (til dæmis mjög dökkum mönnum eða svörtum) en ég held að flestar hugsi ekki þannig.
Mér finnst nefnilega svo margir strákar segja að íslenskar stelpur séu ekki bara druslur heldur “rasistadruslur” af því að þær sæki frekar í útlendinga heldur en Íslendinga.
Segja þeir þetta eins mikið um stelpur sem vilja bara sofa hjá Íslendingum?
Nú bý ég í fjórða “útlandinu” mínu og verð að segja það fyrir mína parta að íslenskir karlmenn gefa öðrum þjóðernum alls ekkert eftir hvað útlit varðar, og í raun ekki heldur hvað varðar framkomu (þegar þeir eru edrú).
Það eru bara þessir drykkjusiðir fólks (af báðum kynjum) á djamminu sem gerir útlendingum audveldara með að fá athygli á Íslandi.
Sjálf er ég reyndar alls ekki týpan sem þeir flestir sækjast eftir, enda bæði lágvaxin og svarthærð, fyrir utan það að ég var meira eða minna á föstu í 3 ár áður en ég flutti út, þannig að ekki var ég að hössla þessa útlendinga heima.
En það er alltaf gaman að fá hrós eða athygli, og betra að það sé kurteisislegt og komi frá edrú mönnum heldur en klámfengið og komi frá einhverjum dauðadrukknum, alveg sama af hvaða þjóðerni.

Mér leiðist líka hvað fólk þarf alltaf að vera að röfla um það hverjir séu druslur og hverjir ekki, hvort sem um er ad ræða stelpur eda stráka.
Ég held að svoleiðis uppnefni segi mun meira um þann sem segir þau heldur en þá sem eru kallaðir þeim.