Þetta var þörf umræða sem ég var að horfa á í Kastljói áðan. Þáttur um Breiðavík og hvernig þeir voru píndir og misnotaðir bæði af eldri drengjum og starfsmönnum. Voðalegt að svona hafi gerst og gott að þessi maður þorði að koma fram í sjónvarpi.

Þeir eru margir drengirnir úr Breiðavík sem hafa orðið undir í lífinu og finnast í fangelsum og í undirheimum Reykjavíkur. Samt eru nokkrir sem snéru lífi sínu til betri vegar eins og þessi maður sem var í Kastljósi.

Set það inn hérna fyrir neðan.

PS. Tek eftir að það er talað um Breiðuvík en rétt er að segja Breiðavík. Breiðavík heitir í höfuðið á landnámsmanninum Breiða sem nam þar land en ekki af því að víkin er breið.
——–
Fjölmargir þeirra ungu pilta sem voru sendir á drengjaheimilið í Breiðuvík á Vestfjörðum sættu misþyrmingum og kynferðislegu ofbeldi. Í DV var fjallað ítarlega um heimilið í Breiðuvík.
Bárður R. Jónsson var 10 ára gamall þegar hann var sendur á drengjaheimilið í Breiðuvík eftir að hafa lent í ýmis konar vandræðum sem barn og verið tekinn fyrir prakkarastrik eins og hann orðar það sjálfur. Á heimilinu var hann og aðrir drengir þar beittir bæði misþyrmingum og kynferðislegu ofbeldi. Bárður telur að hann hafi aldrei beðið þess bætur að hafa dvalið í Breiðuvík.

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301718/1

http://www.ruv.is/kastljos/

Bætt við 4. febrúar 2007 - 13:25
Vildi setja innhérna 2 umfjallanir um þennan vonda skipstjóra sem ég fann á mogganum sem sá um drengina í Breiðavík í 8 ár.

1964 flytur hann með fjölskyldu sína vestur á Barðaströnd og tekur að sér rekstur drengjaheimilis í Breiðuvík. Við þessa stjórn og rekstur upptökuheimilisins unnu hann og kona hans allt til ársins 1972, er þau flytja suður aftur og var hann næsta ár og störfum hjá Fiskimati ríkisins.


http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=355;minningar=1


http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=631556;minningar=1