Núna sit ég og horfi/hlusta á Kastljósið á meðan ég skrifa þetta. Þar situr maður, sem ég hef gert upp með mér að sé asni, á móti honum Benna, sá sem á Bílabúð Benna.

…missti rétt af byrjuninni þannig að ég náði ekki nafninu…

En anyways, þetta er alveg fáranlegt. Ég bara trúi varla að þetta nái svo langt í umræðurnar að menn fari að íhuga þetta. Alltaf finnst mér eins og réttindi okkar til þess að velja, það er að segja frelsið, sé alltaf að fara minnkandi smám saman þannig að flestir taka ekki eftir því.
Þetta, símahlerarirnar og það að geta séð hvað allir séu með í laun er bara algjörlega út í hött!

Ég er alls ekki einn sem kvartar yfir öllu eða er alltaf mótmælandi úti en svona hlutir getur maður ekki látið vera.

Sumir hugsa, o jæja þá deyja allavega færri í bílslysi því enginn getur keyrt á ofsahraða lengur. En hvað með aksturshraðann sem maður keyrir dags daglega? Hver hérna getur samviskulega sagt að hann keyri alltaf eða reynir allavega að fara ekki yfir hámarkshraða þar sem leyfilegur hraði er 30 eða 50? Getiði ímyndað ykkur að geta ekki keyrt hraðar en þetta á hverjum degi?

Ef þetta verður íhugað sem lagabreyting þá ætla ég allavega að taka upp skiltið og mótmæla.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”