Vill fólk í alvöru að þessi ríkisstjórn haldi áfram?

skoðum það sem hún hefur gert á þeim tíma sem hún hefur setið:


Á fleiri en 90 dögum:

-Sögðust ætla skapa 6000 störf- 6000 misstu vinnu sína á þessum tíma


- Hagsmunasamtök heimilanna gáfu ríkisstjórn vinstri grænna og samfylkingar falleinkun og gagnrýnt aðgerðir hennar(sem eru reyndar nánast engar)

-Stýrivextir seðlabanka hafa aðeins lækkað um 1,5%, vaxtalækkun tafðist af óþarfa vegna heimskulegra aðgerða ríkisstjórnar VG og XS, ríkisstjórnin tilkynntu að þau myndu lækka stýrivexti um 7% þangað til kosningar yrðu.

-Krónan heldur áfram að hríðfalla(eitt af því sem Steingrímur J sagðist ætla kippa í lag, gerði það ekki)

-Spáð er að 40.000 manns muni missa heimili sín á næstunni og fara í þrot og 3000 fyrirtæki eiga nú hættu á að verða gjaldþrota

- Þessu virðast vinstri grænir og samfylkingin ætla svara með skattahækkunum á fólk og fyrirtæki landsins eða eins og þau vildi kalla það ,,skjaldborg' yfir heimili.
Hvernig er hægt að vera svona heimskur að hækka skatta í kreppu? þótt það sé hátekjuskattur, sjá þau ekki hvað gerist, fólk sparar enn meira og dregur enn meira saman í fjármálum sínum, þ.e.a.s fólk verslar minna og ódýrar, flytur kannski í minna húsnæði. Hvað gerist þá? fyrirtæki falla og tapa enn meira og uppsagnir verða fleiri, hvort haldiði að skapist meira atvinna við litla íbúð eða einbýlishús?


- Þau eru ósammámla um ESB sem er eitt stærsta mál landsins, þau eru ósámmala um álverið í Helguvík og Bakka sem skapar 6000 störf( þar á meðal er pabbi minn sem er nú atvinnulaus, en myndi fá vinnu við uppbyggingu álversins)

- Allar spár benda til þess að verð á áli heldur áfram að falla næstu tvö ár en eftir 5 ár verði mjög mikil hækkun á því, það tekur 4 ár að byggja álver(heimild: http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/ sjá á myndbandi: álið leysir vandann á 00:38 sek)



Ég vona að þessi ríkisstjórn(sem verður að öllum líkindum) fetur í spor gömlu vinstri stjórna sem verið hafa í landinu en engin hefur dugað í 4 ár, þær hafa alltaf sprungið.

Bætt við 1. maí 2009 - 19:24
Til að sjá myndbandið á Mbl.is klikkið á innlent/eldri myndskeið og -,,,álið leysir vandann