Langaði að deila með ykkur einu ótrúlegu vídjói af YouTube.

Það gefur okkur innsýn í kjötframleiðslugeirann og það minnir einna helst á dýrahryllingsmynd/dýramartröð.

Ég sjálfur er grænmetisæta of hef verið allt mitt líf en það er bara vegna þess að familían er það og þess vegna var það fyrirfram ákveðið að ég yrði veggie. Hins vegar eftir að hafa séð þetta þá fer ég að sjá gífurlega mikinn tilgang í því að vera grænmetisæta og vonandi kemur vídjóið af stað umhugsun hjá ykkur.

http://www.youtube.com/watch?v=VIjanhKqVC4&feature=related


Bætt við 6. júní 2008 - 16:37
Ég geri mér grein fyrir því að þetti er líklegast ekki svona á Íslandi. En í Bandaríkunum er þetta svona og það er ekki hægt að neita því, auðvitað ekki öll býli heldur þessi stóru sem framleiða fyrir skyndibitastaði þar sem áhersla er lögð á hraða framleiðslu og ódýra. Gæti til dæmis ímyndað mér að kjötið á McDonalds komi frá svona stöðum.

Síðan vil ég bæta við að ég er ekki að reyna að hvetja fólk til þess að verða grænmetisætur heldur (ef ástandið verður einhverntímann svona slæmt á Íslandi) að velja lífrænt ræktað kjöt eða eitthvað ;)